fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Kæru Vigdísar um ógildingu kosninga vísað frá: „Gríðarlegt áfall fyrir lýðræðið í landinu“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 25. júní 2019 13:24

Mynd:DV/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kæru Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins um ógildingu borgarstjórnarkosninga 2018, hefur verið vísað frá. Þetta er úrskurður kjörnefndar Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.

Vigdís greinir frá þessu á samfélagsmiðlum:

„Samkvæmt 93. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998, er kærufrestur sjö dagar frá því að lýst er úrslitum kosninga. Nefndin vísar kæru minni frá á þessu tæknilega atriði og sinnir engu þeim alvarlegu lögbrotum sem Persónuvernd upplýsti um í frumkvæðisathugun sinni.“

Hyggst kæra úrskurðinn

Vigdís segir að með úrskurðinum hafi verið gefin heimild til að stunda „kosningsvindl“ svo framarlega sem það komist ekki upp innan sjö daga:

„Ekki verður komist að annarri niðurstöðu en þeirri að heimilt sé að stunda kosningasvindl í lögbundnum kosningum, svo framarlega að það komist ekki upp innan umrædds sjö daga ákvæðis lagana.Meirihlutinn ásamt borgarstjóra er rúinn trausti. Búið er að upplýsa um alvarleg lögbrot í aðdraganda kosninganna, og sé ég mér því ekki annað fært en að kæra úrskurð kærunefndarinnar til dómsmálaráðuneytisins, sbr. 3. mgr. 93. Gr. Með því tæmi ég endanlega allar kæruleiðir innanlands, með því tæmi ég allar kæruleiðir innanlands, eins og ég var búin að lofa Reykvíkingum og landsmönnum öllum.“

Borgin braut persónuverndarlög

Persónuvernd gerði frumkvæðisathugun á málinu og úrskurðaði að vinnubrögð Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands samræmdust ekki lögum þegar ýmsum hópum voru send sms með hvatningu um að nýta bæri kosningaréttinn til að kjósa í sveitarstjórnarkosningunum í fyrra:

„Vinnsla Reykjavíkurborgar og rannsakenda við Háskóla Íslands á persónuupplýsingum frá Þjóðskrá Íslands, sem fólst í að senda mismunandi skilaboð til ungra kjósenda fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí 2018, samrýmdist ekki lögum nr. 77/2000.
Vinnsla Reykjavíkurborgar á persónuupplýsingum frá Þjóðskrá Íslands, sem fólst í að senda skilaboð til kvenna 80 ára og eldri og erlendra ríkisborgara fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí 2018, samrýmdist ekki lögum nr. 77/2000.
Vinnsla Þjóðskrár Íslands á persónuupplýsingum sem fól í sér afhendingu upplýsinga til Reykjavíkurborgar um kyn og ríkisfang erlendra ríkisborgara samrýmdist ekki lögum nr. 77/2000.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund