fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fréttir

Ófremdarástand í Vík: Sonur Tryggva var neyddur til að sækja eiturlyf til Reykjavíkur – Segir eiturlyfjabarón skýlt af atvinnurekanda

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 25. júní 2019 13:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tryggvi Ástþórsson, varaformaður verkalýðsfélags Suðurlands, segir íbúa Mýrdalshrepps verða að taka höndum saman og uppræta glæpastarfsemi sem þar þrífst, meðal annars í skjóli atvinnurekanda.

Tryggvi vakti athygli á málinu í færslu á Facebook-síðu sinni.  Þar greindi hann frá því að fyrir nokkrum vikum hafi sonur hans lenti í óskemmtilegri uppákomu.

Héldu að þeir væru bara að skutla kunningja í bæinn

Fyrir nokkrum vikum voru sonur minn og vinur hans beðnir að fara því er virtist í saklausa bílferð til Reykjavíkur til að skutla kunningja sínum að hitta vinkonu sína.

Fljótlega eftir að þeir lögðu af stað í borgarferðina kom á daginn að tilgangurinn var annar en vinaleg heimsókn til vinkonu. Þeir áttu að fara til Reykjavíkur og sækja eiturlyf. „Um leið og sonur minn og félagi vissu sannan tilgang höfðu þeir samband við lögreglu, en hræðsla, hótanir og ógnandi tilburðir urðu þess valdandi að þeir lögðu ekki í aðgerðir sjálfir.

Þegar til Reykjavíkur var komið gerði kunninginn síma upptækan á meðan hann keypti eiturlyf af þekktum ofbeldis- og glæpamanni. Á bakaleiðinni var syni Tryggva boðið að gera þetta reglulega, það er að keyra mánaðarlega til höfuðborgarinnar að sækja eiturlyf, en hann afþakkaði pent. „Í framhaldi af þessu snéru þeir sér til lögreglunnar með sín mál og í stuttu máli hafa dunið hótanir, ógnangi tilburðir og almenn leiðindi yfir son minn.

Freistaði þess að leysa málið á gamla sveitamannaháttinn

Eftir að Tryggvi frétti af því hvað átt hefði sér stað í borgarferðinni, og það áreiti sem sonur hans hafði orðið fyrir í kjölfarið, ákvað hann að gera eitthvað í málinu. „Að lokum fékk ég síðastliðinn laugardag nóg af þessu og ákvað að fara þar sem viðkomandi vinnur og leysa þetta á gamla sveitamannaháttinn.“ Kom þar til hrindinga og harðra orðaskipta, að sögn Tryggva.

Í kjölfarið var Tryggvi sakaður um að hafa viðhaft rasísk ummæli, þó Tryggvi muni ekki sérstaklega hvaða ummæli það hefðu átt að vera viðurkennir hann þó í samtali við blaðamann að það kunni vel að vera að hann hafi látið einhver vanhugsuð orð falla í hita leiksins. Það finnst honum þó ekki eiga að vega þyngra heldur stóra málið, eiturlyfjastarfsemi í bæjarfélaginu. „Mér finnst skjóta skökku við þegar að glæpur minn sem sagði nokkur orð í hugsanaleysi eru orðin stærri heldur en glæpir og eiturlyf í skjóli atvinnurekanda.“

Samfélagið þarf að snúa bökum saman og segja NEI

Tryggvi sagði í samtali við blaðamann að hann hefði haft spurn af því að lögregla hafi gert húsleit hjá eiturlyfjabraskaranum, en ekki fundið nema leyfar af fíkniefnum. En leyfar þó. Allt þetta hafi vinnuveitanda viðkomandi verið gert grein fyrir, en ekkert aðhafst.

Frá því þetta gerðist hefur syni mínum verið vísað á dyr á viðkomandi stað af meintum eiturlyfjakóngi og hirð hans og þetta gerir hann allt í skjóli valdamikils atvinnurekanda hér í Vík sem virðist telja sig yfir lög og samfélag hafin og hefur hann ekkert aðhafst í málinu.

Nú er svo komið að ég og fjölskylda mín biðjum ykkur samfélagið að hjálpa okkur og standa með okkur gegn þeirri stöðu sem upp er komin og segja nei við grasserandi glæpastarfsemi í Mýrdalshreppi og segja nei við aðgerðarleysi og meðvirkni viðkomandi atvinnurekanda.

Mýrdalshreppur er lítið samfélag, og telur Tryggvi því að samfélagið geti vel snúið bökum saman og úthýst eiturlyfjastarfseminni.

Ég vil bara að við hreinsum þetta burt. Við eigum ekki að líða glæpastarfsemi í samfélaginu okkar. Segjum nei!

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja að herforingjar neiti að framfylgja fyrirmælum Pútíns

Segja að herforingjar neiti að framfylgja fyrirmælum Pútíns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“