fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Kosið um embætti Magnúsar í kjölfar Borgarlínumálsins: „Hef enga ástæðu til að óttast neitt“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 24. júní 2019 16:00

Magnús Örn Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kosið verður um embætti forseta bæjarstjórnar Seltjarnarness næstkomandi miðvikudag. Einnig verður kosið í Bæjarráð sem og í fulltrúaráð Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.(SSH) Sem kunnugt er þá ríkir ekki einhugur meðal bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi, sem myndar meirihluta, um aðild sveitarfélagsins í kostnaði við Borgarlínu, en Magnús Örn Guðmundsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og forseti bæjarstjórnar, lagði fram bókun gegn málinu og taldi hugmyndir um verkefnið „óraunhæfar“ og verðhugmyndir „óljósar“. Taldi hann óábyrgt að samþykkja verkefnið miðað við gefnar forsendur þar sem útkoman væri skattgreiðendum óþekkt.

Þá hafði Sjálfstæðisfélag Seltirninga ályktað harðlega gegn verkefninu og hvatti bæjarfulltrúa sína til að skrifa ekki undir samninga um málið, en kostnaður Seltjarnarness er um 16 milljónir á næstu tveimur árum. Var málið á endanum samþykkt með sex atkvæðum, gegn einu atkvæði Magnúsar.

Athygli vekur að Magnús situr bæði í Bæjarráði sem og í fulltrúaráði SSH og gæti því svo farið að Magnús endi næsta bæjarstjórnarfund með heldur færri titla en hann ber nú.

Engin ástæða til að óttast

Magnús sagði í samtali við Eyjuna að enginn klofningur væri innan flokksins vegna málsins og sagðist ekki  óttast um pólitísk örlög sín, eða að verið væri að hefna sín á honum vegna afstöðu hans til Borgarlínumálsins:

„Nei það held ég alveg örugglega ekki. Það yrðu allavega stórtíðindi, ég veit að ég á vísan stuðning innan flokksins og hef enga ástæðu til að óttast neitt. Það er allt óbreytt hjá okkur, það eru engar breytingar fyrirhugaðar. Kosningin um forseta bæjarstjórnar hefur ekkert með Borgarlínuna að gera, það er kosið árlega um þetta samkvæmt samþykktum bæjarins.“

Magnús sagði að þótt menn væri ekki sammála um Borgarlínuna væri vel hægt að vinnan saman að öðrum málum:

„Já að sjálfsögðu getum við það. Samflokksmenn mínir lögðu fram mjög ítarlega bókun á fundinum, þannig að það er ekki allt kálið sopið þó í ausuna sé komið, en það er búið að samþykkja þessa fyrstu greiðslu, og við vinnum bara samkvæmt því plani. Meirihlutinn ræður, og þetta var nokkuð sannfærandi kosning.“

Magnús viðurkenndi að ósætti væri í baklandi flokksins varðandi málið, en líkt og í orkupakkamálinu á landsvísu, þyrfti einfaldlega að sætta ólík sjónarmið. Sú vinna færi fram og væri verðugt verkefni:

„Það eru ekki allir sáttir við þetta, en svona er þetta bara.“

Aðspurður hvort Magnús hefði íhugað að segja sig úr flokknum og sitja sem óháður bæjarfulltrúi, kvað hann svo ekki vera:

„Það hefur ekki komið til greina, ekki í eina mínútu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“