fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Svandís segir sykrinum stríð á hendur: „Hlut­fall of feitra er hátt á Íslandi og neysla á syk­ur­rík­um vör­um eyk­ur lík­ur á offitu“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 24. júní 2019 09:11

Svandís Svavarsdóttir,

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra VG, skrifar í Morgunblaðið í dag um mikil vægi þess að draga úr sykurneyslu. Að beiðni Svandísar gerði Embætti landlæknis aðgerðaráætlun í 14 liðum sem tekur meðal annars til þess að hækka álögur á sykur og sykurríkan mat um 20 prósent, en lækka álögur á grænmeti og ávexti.

Svandís segir þetta í samræmi við lýðheilsustefnu ríkisstjórnarinnar og minnist á að staðan á Íslandi er verst þegar hin Norðurlöndin eru höfð til hliðsjónar:

„Á Íslandi, sam­an­borið við önn­ur nor­ræn lönd, er mest neysla á sykruðum gos­drykkj­um og syk­ur­rík­um vör­um. Sykraðir gos- og svala­drykk­ir vega þyngst í syk­ur­neyslu hér á landi en rúm­lega þriðjung­ur (34%) af viðbætt­um sykri í fæði lands­manna kem­ur úr þess­um vör­um. Verð á gos­drykkj­um er lágt á Íslandi og lækkaði enn frek­ar þegar vöru­gjöld voru af­num­in í byrj­un árs 2015. Er það and­stætt þeirri þróun sem á sér stað í vest­ræn­um lönd­um þessi miss­er­in,“

segir Svandís og bætir við:

„Þá hef­ur ít­rekað komið fram að hlut­fall of feitra er hátt á Íslandi og neysla á syk­ur­rík­um vör­um eyk­ur lík­ur á offitu og tann­skemmd­um og mik­il neysla á sykruðum gos- og svala­drykkj­um get­ur auk þess aukið lík­ur á syk­ur­sýki af teg­und 2.

Í nýrri skýrslu frá WHO kem­ur fram að það sé vax­andi vís­inda­leg­ur grunn­ur fyr­ir því að vel skipu­lagðir skatt­ar á mat­væli, ásamt fleiri aðgerðum, geti verið áhrifa­rík leið til að bæta neyslu­venj­ur. Það er mín skoðun að skatt­lagn­ing ætti að vera ein af for­gangsaðgerðum stjórn­valda til að fyr­ir­byggja lang­vinna sjúk­dóma.“

Sælgæti ekki í augnhæð

Árið 2013 var settur á svokallaður sykurskattur. Landlæknir gagnrýndi þær aðgerðir og sagði að lýðheilsusjónarmið væru ekki höfð í fyrirrúmi, þar sem gos hefði almennt aðeins hækkað um fimm krónur á lítrann sem og að súkkulaði hefði lækkað í verði. Sykurskatturinn var afnuminn árið 2015 og var því borið við að hann hefði ekki minnkað neyslu sykurs, en hinsvegar hefði hann aukið tekjur ríkisins um milljarð.

Lagt er til að verð á gosi og sælgæti hækki um 20%. Einnig er mælt með að verslanir selji ekki sælgæti í svokölluðum „nammibörum“ og hafi sælgæti ekki í augnhæð barna við kassa. Þá eru verslanir hvattar til að hætta með tilboð á óhollustu, með veittum afslætti á sælgæti til dæmis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“