fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
Fréttir

Sólrún Diego afhjúpuð á Twitter: Getur þú séð að um auglýsingu sé að ræða?

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. júní 2019 13:40

Skjáskot úr forvarnarmyndbandi Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Youtube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að Sólrún Diego hafi ekki sýnt það með skýrum hætti að myndband sem hún setti í Instagram-story væri auglýsing. Í rauninni þarf stækkunargler til að sjá örlítið letur þar sem stendur „samstarf“. Til að bæta gráu ofan á svart þá er orðið hvítt og bakgrunnurinn hvítur.

Það er Haukur Bragason sem vekur athygli á þessu á Twitter en í nóvember benti hann á að Tanja Ýr hafi gert þetta. Tíst hans má sjá hér fyrir neðan. DV hefur reyndar nýlega fjallað um að þær hafi báðar auglýst vöru sem fyrirtæki nátengd þeim seldu. Tanja Ýr auglýsti vörur frá fyrirtækinu Bossbabe sem hún á sjálf á meðan Sólrún auglýsti vöru sem var seld af unnusta hennar.

Talsvert hefur verið fjallað um duldar auglýsingar áhrifavalda en helsta tekjulind þeirra er að auglýsa ýmsar vörur. Lögum samkvæmt þarf þó að merkja slíkar auglýsingar. Gjörningur Sólrúnar hlýtur að teljast á mörkum þess, í það minnsta er merkingin að um samstarf sé að ræða svo lítil að erfitt er að greina hana.

Neytendastofa hefur eftirlit með duldum auglýsingum á samfélagsmiðlum. Þórunn Anna Árnadóttir, sviðsstjóri neytendaréttarsviðs hjá Neytendastofu, sagði í samtali við DV nýverið að stofnunin fengi nánast daglega ábendingu um duldar auglýsingar áhrifavalda. „Við fáum mjög mikið af ábendingum um duldar auglýsingar. Þær koma í skorpum og oft er það tengt einhverjum umfjöllunum í fjölmiðlum, en það kemur svo til að meðaltali ábending á hverjum degi,“ sagði Þórunn.

Neytendastofa hefur heimild til að sekta þá sem gerast sekir um þetta. „Sektarheimild er allt upp í tíu milljónir, en við beitum yfirleitt ekki sektum við fyrsta brot. Við metum sektarfjárhæð til dæmis út frá alvarleika brotsins og samstarfsvilja. Einnig kemur til skoðunar hvort viðkomandi sé að brjóta ákvörðun, hvort um gróft brot sé að ræða og sekta í sambærilegum málum,“ sagði Þórunn.

Hér að neðan má sjá færslu Hauks en með því að smella á myndirnar má sjá þær stærri á Twitter.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Enginn treystir Trump

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Friðrik Ólafsson er fallinn frá

Friðrik Ólafsson er fallinn frá
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Enginn treystir Trump

Enginn treystir Trump
Fréttir
Í gær

Fyrrum samherji og vinur Elon Musk varar við honum og telur að þetta sé áætlun hans – „Hann er hættulegur, mjög mjög hættulegur“

Fyrrum samherji og vinur Elon Musk varar við honum og telur að þetta sé áætlun hans – „Hann er hættulegur, mjög mjög hættulegur“
Fréttir
Í gær

Skrýtið að sjávarútvegsfyrirtæki skili gríðarlegum hagnaði og á sama tíma er auglýst eftir starfsmanni brothættra byggða

Skrýtið að sjávarútvegsfyrirtæki skili gríðarlegum hagnaði og á sama tíma er auglýst eftir starfsmanni brothættra byggða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Braut kynferðislega gegn börnum og veifaði kynfærunum á almannafæri

Braut kynferðislega gegn börnum og veifaði kynfærunum á almannafæri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Földu dóp í björgunarsveitarhúsi

Földu dóp í björgunarsveitarhúsi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur þyngdi dóm yfir Kristjáni Helga Ingasyni fyrir vændiskaup af unglingi

Landsréttur þyngdi dóm yfir Kristjáni Helga Ingasyni fyrir vændiskaup af unglingi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sálfræðingur varar við hugtakinu kynbundið ofbeldi – „Umræða um karl­kyns þolend­ur og kven­kyns gerend­ur er lít­il“

Sálfræðingur varar við hugtakinu kynbundið ofbeldi – „Umræða um karl­kyns þolend­ur og kven­kyns gerend­ur er lít­il“