fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Eyjan

Segir Sigmund Davíð vera „vindhana“ og sérhagsmunir sjálfstæðismanna geri þá andsnúna markaðslausnum

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 20. júní 2019 10:29

Benedikt Jóhannesson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, skrifar pistilinn „Hrörnun í stjórnmálum“ í Morgunblaðið í dag, hvar hann segir sýndarmennsku og lýðskrum gera lítið úr pólitísku starfi og stjórnmálamenn færast til á litrófi stjórnmálanna hraðar en auga sé deplað.

Sigmundur vindhani

Benedikt segir að Íslendingar hafi verið frumkvöðlar í að velja sér vindhana til forystu, þegar ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar tók við af vinstristjórninni. Líkir hann Sigmundi við Donald Trump Bandaríkjaforseta og Boris Johnson, sem er talinn líklegastur sem næsti forsætisráðherra Bretlands:

„Ára­tug­um sam­an barðist Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fyr­ir ein­stak­lings­frelsi, frjáls­um viðskipt­um, af­námi for­rétt­inda, markaðslausn­um og vest­rænni sam­vinnu. Aðrir flokk­ar aðhyllt­ust aðra stefnu, t.d. rík­is­for­sjá og for­rétt­indi kaup­fé­lag­anna. Þegar Aust­ur-Evr­ópa losnaði und­an oki komm­ún­ism­ans breytt­ist heims­mynd­in. Þró­un­in á Vest­ur­lönd­um hef­ur verið hæg – en til verri veg­ar. Banda­ríkja­menn völdu sér hættu­leg­an vind­h­ana sem for­seta og Bret­ar gætu sett einn slík­an í stól for­sæt­is­ráðherra á næst­unni. Við meg­um minn­ast þess að á þessu sviði voru Íslend­ing­ar frum­kvöðlar árið 2013.“

Sjálfstæðismenn andvígir markaðslausnum

Benedikt nefnir að sterk öfl innan Sjálfstæðisflokksins hafi á undanförnu viljað snúa aftur til einangrunarhyggju þar sem sundrung vinaþjóða feli í sér tækifæri fyrir Ísland:

 „Stór hóp­ur inn­an flokks­ins er and­stæður markaðslausn­um þar sem þær rek­ast á við sér­hags­muni,“

segir Benedikt og nefnir dæmi þegar hann kom að myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokknum og Bjartri framtíð, fyrir hönd Viðreisnar:

„Þegar Viðreisn myndaði rík­is­stjórn síðla hausts 2016 kynnt­um við okk­ur nýj­ustu álykt­an­ir lands­fund­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins vel. Lít­ill mun­ur var á áhersl­um Viðreisn­ar og Bjartr­ar framtíðar og því mik­il­vægt að finna sam­nefn­ara með Sjálf­stæðis­flokkn­um. Þegar samþykkt­ir þess­ar­ar æðstu stofn­un­ar sjálf­stæðismanna fóru sam­an við hug­mynd­ir okk­ar töld­um við að auðvelt yrði að ná sam­komu­lagi. Öðru nær. Álykt­an­ir lands­fund­ar fengu marg­ar lít­inn hljóm­grunn – ekki hjá okk­ur held­ur flokkn­um sem hafði samþykkt þær. Því kem­ur ekki á óvart að lækn­ar í einka­rekstri tala um „rík­i­s­væðing­ar­stefnu dauðans“ meðan sjálf­stæðis­menn í rík­is­stjórn fylgj­ast þögl­ir með.“

Frelsið fundið sér annan farveg

Benedikt telur að frelsisstefna Sjálfstæðisflokksins hafi fundið sér rödd innan Viðreisnar og Pírata, meðan Samfylkingin hafi kvatt miðjuna og færst til vinstri til að ná þeim atkvæðum af VG sem vilja ekki sjá samstarf með Sjálfstæðisflokknum:

„Því er kom­inn tími fyr­ir marga til þess að hugsa mál­in upp á nýtt. Viðreisn var stofnuð til þess að frjáls­lynd­ir kjós­end­ur ættu sinn mál­svara, til þess að rödd neyt­enda heyrðist og fersk­ir vind­ar blésu um vett­vang stjórn­mál­anna. Viðreisn er opin öll­um sem unna frels­inu.“

Konur sem gluggaskraut

Þá gagnrýnir Benedikt hóp þeirra sjálfstæðismanna sem líti niður á konur:

„Mantra nokk­urra sjálf­stæðismanna er að gera lítið úr kon­um sem fylgja sann­fær­ingu sinni og eru bara rétt um þrítugt og þaðan af yngri. Sum­ir halda að kon­ur í stjórn­mál­um séu bara glugga­skraut.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jólahugleiðing

Óttar Guðmundsson skrifar: Jólahugleiðing
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK