fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

ASÍ: Breytingar á fjármálastefnu stjórnvalda ekki kynntar né ræddar

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 19. júní 2019 16:15

Drífa Snædal, forseti ASÍ Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþýðusamband Íslands gagnrýnir stjórnvöld fyrir breytingar á fjármálastefnu sinni í tilkynningu, nánar tiltekið þær aðhaldsaðgerðir sem talið er nauðsynlegt að ráðast í. Segir ASÍ að ríkið sé að kvika frá gefnum fyrirheitum og átelur stjórnvöld fyrir skort á kynningu og samráði varðandi nýja fjármálastefnu:

„Vegna innbyggðra veikleika í fjármálastefnu stjórnvalda er þeim nú nauðugur einn kosturinn að endurskoða stefnuna og leggja fram breytingar á fjármálaáætlun til næstu fimm ára. Tillaga til þingsályktunar að endurskoðaðri fjármálastefnu gerir ráð fyrir að ráðist verði í mótvægisaðgerðir sem verði á bilinu 7-25 milljarðar árlega til að bæta afkomuna og varna því að halli myndist á ríkissjóði. Þetta kemur til viðbótar þeim aðhaldsaðgerðum sem þegar voru áformaðar í framlagðri fjármálaáætlun.

Breytingar á fjármálastefnu hafa nú verið til umfjöllunar í fjárlaganefnd Alþingis frá því byrjun júní en hafa enn ekki verið kynntar opinberlega. Fréttir hafa þó borist af því að til standi að skerða fjárframlög m.a. til viðkvæmra málaflokka á borð við örorkulífeyri, sjúkrahúsþjónustu, lyfja og þróunarsamvinnu. Stjórnvöld hafa, þrátt fyrir að telja forsendubrest fjármálastefnunnar slíkan að tilefni sé til endurskoðunar, ekki talið nauðsynlegt að kynna eða ræða fyrirhugaðar breytingar við fulltrúa notenda og almenning.

Verkalýðshreyfingin hefur nýlokið gerð kjarasamninga í trausti þess að stjórnvöld standi við gefin fyrirheit í skatta- og velferðarmálum. Veikleikar á fjármálastefnu stjórnvalda hafa legið ljósir fyrir frá upphafi kjörtímabilsins. Þau geta því aldrei réttlætt að kvikað verði frá nýgefnum loforðum eða grundvallarstoðir velferðarkerfisins og framfærsluöryggi öryrkja nýtt til að jafna sveiflur í ríkisrekstrinum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”