fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
FókusKynning

Ótrúleg breyting: Ef hann gat þetta getur þú það líka

Luis Trigo var eitt sinn 180 kíló og fituprósentan var 65 prósent

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 11. apríl 2017 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luis Trigo frá Atlanta í Bandaríkjunum var eitt sinn 180 kíló. Fituprósentan var 65 prósent. Hann missti vinnuna sem yfirmaður vöruhúss af þeirri einföldu ástæðu að hann gat ekki sinnt starfi sínu sem skyldi vegna ofþyngdar. Óhætt er að segja að síðan þá hafi mikið vatn runnið til sjávar.

Luis Trigo fékk þau skilaboð að héldi hann áfram á sömu braut myndi hann ekki lifa mjög lengi.
180 kíló Luis Trigo fékk þau skilaboð að héldi hann áfram á sömu braut myndi hann ekki lifa mjög lengi.

Sparkið sem hann þurfti

Trigo breytti lífsstíl sínum svo um munar árið 2011. Í raun má segja að það hafi hann gert af illri nauðsyn enda urðu hjartsláttartruflanir til þess að hann ákvað að leita til læknis. Þar fékk hann þau skilaboð að ef hann héldi áfram á sömu braut, með neyslu ruslfæðis og áfengis, myndi hann líklega ekki lifa mjög lengi. Það var sparkið sem Trigo þurfti.

Fjallað er um mál hans á vef Yahoo. „Ég var 180 kíló þegar ég var fluttur á sjúkrahús. Þetta var snúningspunkturinn,“ segir hann en fram að þessu örlagaríka augnabliki hafði hann borðað það sem hann langaði í hverju sinni; djúpsteiktan kjúkling, pítsur, hamborgara og sykraða gosdrykki.

Lyftingar, þolæfingar og mataræði

Sem fyrr segir er Trigo í betri málum í dag. Raunar svo góðum málum að hann hefur nú helgað líf sitt því að hjálpa öðrum sem eru í sömu sporum og hann var. Hann starfarsem einkaþjálfari og er í betra formi en meðalmaðurinn og rúmlega það.

Þegar hann er spurður hver fyrstu skref hans í átt að heilbrigðari lífsstíl voru, segist hann hafa byrjað að lyfta lóðum í bland við þolæfingar í ræktinni. Er þá um að ræða æfingar sem taka ekki langan tíma en viðkomandi stundar æfinguna af eins miklum ákafa og hann getur.

„Ég hætti að borða skyndibita og hætti alveg að borða einföld kolvetni eins og brauð, pasta og hrísgrjón. Ég hætti líka að borða sykur, nema þann sem við fáum úr ávöxtum,“ segir hann og bætir við að hann hafi lagt ríka áherslu á borða fituríka en kolvetnasnauða fæðu. Árangurinn lét ekki á sér standa og innan fárra mánaða var hann búinn að léttast talsvert. Hann viðurkennir að það hafi tekið hann nokkur ár og mikla vinnu að ná lokamarkmiði sínu.

„Á þessari löngu vegferð komu stundum augnablik þar sem ég vildi bara vera þessi 180 kílóa náungi.“

Vildi stundum gefast upp

Trigo er í heildina búinn að léttast um 100 kíló síðan hann var sem þyngstur. Í dag starfar hann sem einkaþjálfari sem fyrr segir og vekur mikla athygli á Instagram og Facebook þar sem hann birtir myndir og hvatningarskilaboð til fylgjenda sinna. Hann viðurkennir að nokkrum sinnum hafi hvarflað að honum að gefast upp en hann sjái ekki eftir því að hafa haldið áfram.

„Á þessari löngu vegferð komu stundum augnablik þar sem ég vildi bara vera þessi 180 kílóa náungi. Kasta inn handklæðinu, finna afsakanir og setja mig í fórnarlambsgírinn. Hugur minn sagði mér í nokkur skipti að leita á náðir áfengis til að deyfa þessar tilfinningar, borða þar til ég sofnaði. Mikið óskaplega var það freistandi. En það var á þessum augnablikum sem ég varð sterkari, sem ég hélt áfram í stað þess að gefast upp,“ sagði hann til dæmis í nýlegum skilaboðum.

Trigo segist vera að upplifa draum sinn með því að starfa sem einkaþjálfari og aðstoða aðra við að koma sér í betra form.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni