fbpx
Laugardagur 12.apríl 2025
Matur

Í tilefni dagsins – Ekta, íslenskar pönnukökur

Fókus
Mánudaginn 17. júní 2019 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru eflaust margir sem halda daginn hátíðlegan, enda bara einu sinni á ári sem 17. júní kemur með öllum sínum hátiðarhöldum. Einhverjir bjóða kannski í þjóðhátíðarkaffi og þá er tilvalið að bera fram ekta, íslenska pönnukökur.

Íslenskar pönnukökur

Hráefni:

2 bollar hveiti
1/2 tsk. matarsódi
1 tsk. sjávarsalt
1/2 bolli volgt kaffi
3 egg
1-2 tsk. vanilludropar
3-5 bollar mjólk
50 g brætt smjör
sykur
þeyttur rjómi
sulta

Aðferð:

Blandið hveiti, matarsóda, sjávarsalti, kaffi, eggjum, vanilludropum og 3 bollum af mjólk vel saman. Hér er lykilatriði að þeyta, þeyta, þeyta. Bræðið smjörið á pönnukökupönnunni yfir háum hita og þeytið saman við. Þeytið síðan 1-2 bollum af mjólk saman við. Deigið á að vera mjög þunnt en seigt. Skellið smá deigi á pönnuna og snúið því um þar til hún er öll hulin – pönnukökurnar eiga að vera næfurþunnar. Steikið pönnukökurnar í um 1/2 – 1 mínútu á hvorri hlið og skellið síðan á disk og sykrið. Síðan er það matsatriði hvort þið borðið þær bara sykraðar eða með sultu og rjóma. Mér finnst þær bestar bara sykraðar. Vel sykraðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar
Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu