fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Fókus

Ókunnugar konur gjörbreyttu lífi þjónustustúlku

„Ég varð orðlaus og stóð bara með tárin í augunum“

Kristín Clausen
Föstudaginn 14. apríl 2017 17:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mánuðum saman hafði Cayla Chandara unnið myrkranna á milli á tveimur veitingastöðum til að láta enda ná saman. Cayla, sem er 21 árs, flutti fyrir ári frá Waiki á Hawaii til Kaliforníu til að fara í háskóla. En þar sem hún átti í erfiðleikum með að borga af námslánunum og að framfleyta sjálfri sér á sama tíma og hún stundaði námið var hún tilneydd til að hætta tímabundið í námi og flytja aftur heim til Hawaii.

Fékk 400 dollara í þjórfé

Með það að markmiði að safna sér fyrir háskólanáminu hefur Cayla unnið á tveimur veitingastöðum. Cheesecake Factory og tælenskum veitingastað sem heitir Noi Thai.

Ekki óraði Caylu fyrir því, þegar hún mætti til vinnu, í síðustu viku, að ókunnugt fólk sem sat á borði í hennar umsjá þennan örlagaríka dag myndi aðstoða hana með þeim hætti sem þau gerðu.

Tvær æskuvinkonur og 10 ára stúlka sem var í heimsókn hjá annarri konunni sátu við borð á veitingastaðnum Noi Thai en á meðan Cayla var að taka pöntunina þeirra spurðu þær af hverju hún byggi á Hawaii. Cayla sagðist hafa verið í námi í háskóla í Kaliforníu en þar sem skólagjöldin hefðu verið svo há hefði hún ákveðið að fresta náminu á meðan hún safnaði sér meiri pening.

Cayla segir í samtali við CBS að hún hafi aðeins talið samræðurnar kurteisishjal. Eftir að konurnar voru farnar og hún var að hreinsa borðið rak Cayla augun í að þær hefðu gefið henni 400 dollara í þjórfé.

„Ég varð orðlaus og stóð bara með tárin í augunum. Það eina sem mig langaði að gera var að þakka þeim fyrir.“ Þar sem hún vissi á hvaða hóteli þær væru ákvað hún að fara þangað og skilja eftir þakkarbréf.

„Ég bjóst aldrei við því að sjá þær aftur.“

Höfðingjaleg gjöf

Kvöldið á eftir kom önnur konan ásamt litlu stúlkunni aftur á veitingastaðinn. Þær sögðu Caylu að þær vildu gefa henni 10 þúsund dollara sem hún gæti notað til að borga upp námslánin sín, svo hún gæti haldið áfram í náminu áhyggjulaus.

„Ég sagðist að sjálfsögðu ekki geta þegið þetta. En þær sögðu mér að þetta væri eitthvað sem þær virkilega vildu gera fyrir mig. Svo að lokum þáði ég upphæðina“

Með þessari göfugu aðstoð getur Cayla, sem er í viðskiptafræði, haldið áfram í skólanum í haust. Konurnar sem gáfu upphæðina vildu ekki láta nafns síns getið.

„Þegar ég spurði hvernig ég ætti að þakka fyrir þessa höfðingjalegu gjöf sögðu þær mér að besta leiðin til að þakka fyrir gjöfina væri að ég myndi láta drauma mína rætast.“

Þá segir Cayla að þessar konur séu til marks um hvað það er mikið af góðu fólki í heiminum. Þær hafi ekki aðeins breytt lífi hennar heldur kennt henni verðmæta lexíu. „Vertu auðmjúk/ur. Þú færð það alltaf til baka. Góðir hlutir gerast fyrir þá sem kunna að meta lífið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum glamúrfyrirsæta veltir fyrir sér hvort henni hafi yfir höfuð langað að eignast börn – „Þetta var bara eitthvað sem allir gera“

Fyrrum glamúrfyrirsæta veltir fyrir sér hvort henni hafi yfir höfuð langað að eignast börn – „Þetta var bara eitthvað sem allir gera“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tvær skærustu tennisstjörnur heims í rómantískri ferð á Íslandi – Gistu á hóteli þar sem nóttin kostar hálfa milljón

Tvær skærustu tennisstjörnur heims í rómantískri ferð á Íslandi – Gistu á hóteli þar sem nóttin kostar hálfa milljón
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Blómstrar í fyrirtækjarekstri eftir atvinnumennskuna

Blómstrar í fyrirtækjarekstri eftir atvinnumennskuna