fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Ómar fékk sjokk þegar hann kom frá Spáni: Fær móral yfir því að vera þátttakandi í þessari menningu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. júní 2019 16:00

Ómar Ragnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ævinlega þegar komið er heim til Íslands úr ferð til útlanda fylgir því ákveðið sjokk við að upplifa breytinguna, sem því fylgir í umferðinni. Maður fær móral yfir því að vera þátttakandi í íslenskri umferðarmenningu.“

Þetta segir Ómar Ragnarsson, fjölmiðlamaður og þúsundþjalasmiður, í pistli á bloggsíðu sinni. Þar gerir hann íslenska umferðarmenningu að umtalsefni en ef marka má pistil Ómars gætu íslenskir ökumenn gert svo miklu betur á vegum landsins.

Allt annað

Ómar dvaldi í Barcelona í nokkra daga fyrir skemmstu og segir hann að umferðarmenningin þar sé dálítið öðruvísi en á Íslandi.

„Í Barcelona blasti við hvernig hin gróna umferðarmenning sá til þess að  flókin og mjög mikil umferð þar gengi sem áfallalausast fyrir sig. 

Allir virtust á tánum varðandi það að leggja sig fram um aksturinn með hagsmuni allra fyrir augum og vera meðvitaðir um stöðu og gerðir allra allar stundir.“

Ómar segir að eftir aðalumferðaræðinni inn í borgina úr norðaustri hafi runnið snurðulaust og hratt þétt blanda af bílum, vélhjólum, reiðhjólum og gangandi fólki. „Á þann hátt, að það var hægt að ímynda sér að ef tómir Íslendingar yrðu settir á einu andartaki til að stýra þessum farartækjum öllum, yrði fljótt úr því stærsti fjöldaárekstur álfunnar.“

Hann segir að á tímabili hafi næstum helmingur ökutækjanna í þessari þéttu umferð verið lítil vélhjól, svokallaðar vespur, sem þutu vandræðalaust í gegnum langa og margfalda röð af hægfara bílum.

„Þennan morgun var ausandi rigning í borginni, en það hafði ekki minnstu áhrif á samsetningu umferðarinnar. Á sama tíma er búinn að vera margra vikna samfelld blíðutíð heima þar sem menn tala samt hver upp í annan um það að allir verði að fara um á stórum einkabíl vegna þess að veðurlagið hamli alveg notkun neins annars farartækis.“

Ómar segir að fjögurra ára reynsla hans af hjólanotkun hafi leitt í ljós að hann hafði miklað veðurlagið fyrir sér langt umfram raunveruleikann.

„Og nú eru starfsmenn í óða önn að rífa niður teinagirðingar af miðeyjum vega í Reykjavík. Og hvers vegna voru þær settar upp? Jú, vegna þess að annars var straumur fólks að ganga á ólöglegan hátt yfir þessar breiðu umferðargötur þvers og kruss með tilheyrandi truflunum og slysahættu. En hvers vegna er þá verið að taka girðingarnar niður núna? Jú, vegna þess að fólk kastast út úr bílum og bíður bana í umferðaróhöppum, af því að það notar ekki bílbelti, og þá eru teinagirðingarnar orðnar að drápstækjum. “

Líta menn á sig sem einráða?

Ómar segir svo að umferðin í Barcelona og ótal öðrum borgum erlendis litist af því að menn líti ekki á sig sem einráða og eina á ferð, upptekna við eitthvað annað en aksturinn, eins og lenskan hefur verið hjá Íslendingum. „Heldur á þá staðreynd, að umferðin er spurningin um heildarútkomuna fyrir alla, að allir fylgist vel með öllum og virði þá meginreglu skynsamlegrar umferðar að haga ferðum sínum og gjörðum þannig að það geri umferðina í heild sem greiðasta og hættuminnsta. Það er langbest fyrir mann sjálfan.“

Ómar segir svo að lokum að eitt frumskilyrðið sé að vanda ákvarðanir um staðsetningu og hraða og gefa stefnuljós sem auðvelda öðrum að haga sínum akstri á sama hátt.

„En hér á landi virðist þorri ökumanna líta á það sem hluta af friðhelgi einkalífs að þeir láti engan vita um fyrirætlanir sínar heldur þjóni geðþótta sínum og duttlungum. 

Þetta er svo smitandi hegðun, að þegar komið er heim á Frón eftir dvöl erlendis, fylgir því mórall yfir því að reyna ekki að bæta sig og hætta að verða samdauna þessu ástandi. 

Á mörgum stöðum í borginni gefur minnihluti ökumanna stefnuljós, og stór hluti þeirra sem gefa stefnuljós, drattast ekki til þess fyrr en það er orðið allt of seint og gagnast ekki neinum.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“