Tvíeykið Órói hefur gefið út sitt fyrsta lag sem ber nafnið Fley. Það er baráttusöngur landnámskonunnar Auðar djúpúðgu. Auður fékk nóg af stormasömu hjónabandi í Noregi og lét því smíða fyrir sig knörr úti í skógi á laun. Hún fyllti knörrin af mannskap og búfénaði og sigldi til Íslands.
Samkvæmt hljómsveitinni fjallar texti lagsins um þær samfélagslegu og andlegu hindranir sem allir þurfa að ganga í gegnum á lífsleiðinni.
Óróa skipa þau Sædís Harpa Stefánsdóttir og Elvar Bragi Kristjónsson. Þau eiga bæði ættir að rekja til Hornafjarðar en landnám Auðar var í Dölunum við Breiðafjörð. Þau segja að fleiri lög séu væntanleg og stefnt sé að því að gefa út smáskífu í haust.