fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Eyjan

Sjávarútvegsfræðingur gerir alvarlegar athugasemdir við fiskeldisfrumvarpið

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 11. júní 2019 15:30

Valdimar Ingi Gunnarsson. Mynd-Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valdimar Ingi Gunnarsson, sjávarútvegsfræðingur og ritstjóri vefmiðilsins Sjávarútvegur.is, gerir alvarlegar athugasemdir við nýja fiskeldisfrumvarpið sem liggur fyrir Alþingi. Í tilkynningu til fjölmiðla bendir Valdimar á að Íslendingar muni standa langt að baki nágrannalöndum sínum er varðar umhverfismál laxeldis, eins og erfðablöndun, laxalús, heilbrigðismál og lífrænt álag, verði frumvarpið samþykkt:

„Það er því full ástæða til að staldra við, láta fara fram faglega vinnu með aðstoð og ráðgjöf erlendra sérfræðinga frá löndum sem standa fremst í umhverfismálum laxeldis,“

segir Valdimar og bendir á að vinnubrögð starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi sem fiskeldisfrumvarpið byggir á, samrýmist ekki „á nokkurn hátt“ góðum stjórnsýsluháttum og kunni í ákveðnum tilvikum að fara gegn ákvæðum stjórnsýslulaga:

„Vegna þeirra alvarlegu annmarka sem eru á þeim gögnum sem fyrirliggjandi frumvarp byggir á, hefur verið óskað eftir því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis taki málið upp, rannsaki og eftir atvikum að nefndin skipi óháða rannsóknaraðila til að yfirfara þau vinnubrögð sem hafa verið viðhöfð. Svo virðist sem ákveðnir aðilar hafa farið offari í að helga sér svæði til sjókvíaeldis á laxfiskum, skipað sig í stefnumótunarhópinn og þar unnið að sínum sérhagsmunum m.a. til að ná fjárhagslegum ávinningi.“

Valdimar nefnir að búið sé að fara þess á leit við Umboðsmann Alþingis hvort taka eigi málið til meðferðar:

„Jafnframt hefur undirritaður gert athugasemdir við svokallað „Áhættumat erfðablöndunar“, sem starfshópurinn byggði niðurstöður sínar að hluta til á. Áhættumatið hefur fengið mjög takmarkaða faglega gagnrýni í fjölmiðlum, en ítarlega er farið í greinagerðinni yfir vankanta þess en í því er m.a. verið að lögfesta heimild til erfðablöndunar á villtum íslenskum laxastofnum.“

 

Umsögn við fiskeldisfrumvarpið

Athugasemdir við stefnumótunarskýrsluna

 Beiðni um opinbera úttekt

 Umboðsmaður alþingis

Athugasemdir við Áhættumat erfðablöndunar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt