Anka Neferler Tim, hópur tyrkneskra hakkara, lýsa yfir ábyrgð á tölvuárás á vef Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ. Þeir hreykja sér af þessu á Twitter.
Vefur KSÍ hefur legið niðri frá því fyrir hádegi í dag. „Síðan liggur niðri og Advania er að greina vandann. Það lítur út fyrir að hún hafi orðið fyrir einhvers konar árás,“ sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, við Vísir fyrr í dag. Talið er að tyrkneskir hakkarar hafi ráðist á Isavia í gær.
Tyrkir komu til landsins í sunnudaginn, fyrir landsleik gegn Íslandi sem fram fer síðar í dag. Tyrkir voru í 80 mínútur í öryggisleit og voru vægast sagt ósáttir með það. Isavia kveðst hafa farið eftir reglum. Tyrkland flaug frá Konya sem er ekki alþjóðaflugvöllur og sökum þess var eftirlitið meira.
We blocked access to the Icelandic Football Federation website.https://t.co/IOkqb0Bubq@RUVfrettir @visir_is @mblfrettir
— Anka Neferler Tim (@ankaneferler) June 11, 2019