fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Sjálfstæðismaður segir Klausturdóna hafa drukkið Hitler snaps – „Fólkið, ríkið, foringinn snaps von führer“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 11. júní 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Hafsteinn Jónsson, formaður fulltrúarráðs Sjálfstæðisflokksins í Árborg, birtir mynd af vínflösku á Facebook í gærkvöldi, sem skartar mynd af sjálfum Adolf Hitler heilsa að sið nasista. Virðist sem Ólafur hafi ætlað að gæða sér á snapsinum sjálfur, því með fylgir lítið staup.

Á flöskunni er áletrunin „Ein volk, ein reich, ein führer“, en það voru einkunnarorð þýska nasistaflokksins á sínum tíma. Er Ólafur staddur á Ítalíu, en Ítalía studdi Hitler í stjórnartíð Mussolini, sem einnig var fasisti.

Slíkar flöskur fást ekki í Vínbúðum ÁTVR eftir því sem Eyjan kemst næst, en svo virðist sem að vín með myndum af Hitler og Mussolini séu seld víða á Ítalíu.

Fólkið, ríkið, foringinn

Telur Ólafur líklegt að þingmenn Miðflokksins og þáverandi þingmenn Flokks fólksins, sem síðar fóru yfir í Miðflokkinn, hafi drukkið þennan snaps kvöldið örlagaríka sem Bára Halldórsdóttir tók upp samtal þeirra á Klausturbarnum og heimfærir einkunnarorð þýska nasistaflokksins yfir á Miðflokkinn, en Ólafur ritar við færsluna:

„Ég hef komist að því eftir mikla rannsóknarvinnu hér á Ítalíu að þetta er snapsinn sem Klaustursmenn drukku kvöldið fræga á Klausturbarnum áletrunin, fólkið, ríkið, foringinn snaps von führer.“

Ekki í fyrsta skipti

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þriðja ríkið er nefnt í sömu andrá og Miðflokkurinn, því Eiríkur Rafn Jónsson, aðstoðarmaður þingflokks Pírata, sagði í apríl að Miðflokkurinn notaðist við sömu aðferðarfræði og nasistar, í umræðunni um þriðja orkupakkann:

„Hættum að taka þátt í þjóðernispopúlistahræðsluáróðri Miðflokksins og tökum umræðu á staðreyndum. Að magna upp hræðsluna við eitthvað óskilgreint, flókið og útlenskt er sama taktík og nasistar notuðu við að útrýma gyðingum, sósíalistum, hommum og fötluðum.“

Þá gerði Stundin frétt um kosningaslagorð Miðflokksins árið 2017 , þar sem bent var á líkindi þess og heróps íslenskra nasista á fjórða áratugnum, en Flokkur þjóðernissinna notuðist við „Íslandi allt“, meðan Miðflokkurinn notaðist við „Ísland allt.“

Þar kom einnig fram að „Íslandi allt“ var þó upphaflega notað af íslensku ungmennahreyfingunni árið 1907, samkvæmt elstu heimildum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist hæðist að Miðflokksmönnum – „Það borgar sig að mæta í vinnuna“

Diljá Mist hæðist að Miðflokksmönnum – „Það borgar sig að mæta í vinnuna“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“