fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Fókus

Bjargar mannslífum á skellinöðru: „Ég held þessu áfram þangað til ég dey“

Hefur bjargað 92 mannslífum – Orðinn alþekktur á Indlandi

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 30. apríl 2017 11:21

Hefur bjargað 92 mannslífum - Orðinn alþekktur á Indlandi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indverjinn Suraj Prakash Vaid (66) er sannkallaður bjargvættur, en hann hefur helgað líf sitt því að hjálpa fórnarlömbum umferðarslysa. Hingað til hefur hann komið 92 einstaklingum til bjargar og heldur dagbók yfir öll afreksverk sín, að því er fram kemur í frétt á vef BBC.

Suraj er hefur oft verið réttur maður á réttum stað. Síðustu 30 árin hefur hann ferðast um stræti höfuðborgar Indlands, Delhi, á skellinöðru og komið hætt stöddu fólki til bjargar.

Orðinn alþekktur

Flestallir læknar á ríkisspítölum í Delhi kannast við hann. Svo gera einnig leigubílstjórar, ökumenn vörubíla, strætisvagna og litlu þriggja hjóla vagnanna, sem sjást víða í borgum Indlands.

Suraj hefur getið sér svo góðan orðstír fyrir góðverk sín að ýmis fyrirtæki hafa gefið starfsfólki sínu símanúmerið hans svo það geti sent honum ábendingar, verði það vitni að umferðarslysi. Suraj býr því yfir góðu tengslaneti. Þegar vegfarendur tilkynna honum um slys, kastar hann sér á skellinöðruna og brunar á vettvang.

Æskureynsla ákvarðar ævistarf

Foreldrar hans voru flóttamenn frá Pakistan. Þau bjuggu við bág kjör og Suraj, sem þá var á unglingsaldri, þurfti að hætta í skóla og byrja að vinna til að eiga ofan í sig og á. Þá byrjaði hann að starfa fyrir leigubílamiðstöð.

Hann hélt áfram á þeirri braut og stofnaði árið 1986 eigin leigubílamiðstöð með vini sínum. Þá var hann orðinn 24 ára gamall. Um svipað leyti varð hann vitni að alvarlegu bílslysi. Hann brást skjótt við og náði að aka hinum slösuðu upp á spítala í leigubíl sínum. Eftir þetta strengdi hann heit um að hjálpa alltaf á vettvangi umferðarslysa.

Margir standa eins og þvörur

Suraj segir langflesta vegfarendur ekki leggja neitt af mörkum við að hjálpa þeim slösuðu. Hann segir fólk forðast umstangið sem fylgir því að koma fólki á spítala og gefa lögreglu nákvæmar skýrslur. Þá veigri það sig við að veita vitnisburð í dómsal.

„Ef umferðarþyngsli tefja sjúkrabílinn, reyni ég að stoppa bíl af handahófi og fá ökumanninn til að aka mér og fórnarlambinu á næsta spítala. Um leið og ég útskýri að ég sé ábyrgur fyrir öllum samskiptum við lögreglu og starfsfólk spítalans, er fólk yfirleitt reiðubúið að hjálpa,“ segir Suraj.

Færir fórnir fyrir málstaðinn

Í sumum tilfellum hefur Suraj þurft að vera að heiman alla nóttina til að fylla út skýrslur og innrita fórnarlömb inn á spítala.

Lögfræðingar og dómarar eru honum afar þakklátir fyrir að mæta undantekningarlaust í dómsal til að veita vitnisburð um slys. Suraj segir það einfaldlega sjálfsagt mál. „Það er lítil fyrirhöfn að mínu mati, þegar mannslíf er annars vegar.“

Lögreglan í Delhi hefur heiðrað hann mörgum sinnum með viðurkenningum og peningaverðlaunum. Þá hefur indverska ríkið einnig fært honum viðurkenningu fyrir að stuðla að umferðaröryggi í landinu. „Ég hef hvorki þörf fyrir að fá viðurkenningar né styrki til að kaupa mér fínni útbúnað,“ segir Suraj auðmjúkur, en hann svarar neyðarsímtölum í gamaldags farsíma sem er orðinn sjúskaður eftir talsverða notkun.

„Ég mun halda áfram að bjarga mannslífum þangað til ég dey,“ segir Suraj og bætir því við að margir sem hann hafi bjargað standi í mikilli þakkarskuld við sig. Ein fjölskylda sendir honum bréf og kveðjur enn í dag, 25 árum eftir að hann bjargaði lífi þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Bellingham valinn bestur
Gaf Díegó í jólagjöf
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox
Fókus
Í gær

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi