fbpx
Sunnudagur 29.desember 2024
Fréttir

Dýrustu fermetrar Íslands

Lúxusíbúðir í Skuggahverfinu í sérflokki – DV fann níu eignir þar sem fermetrinn kostar yfir 800 þúsund krónur

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 25. apríl 2017 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæsta fermetraverð á höfuðborgarsvæðinu er í lúxusíbúðum Skuggahverfisins í 101 Reykjavík. Úttekt DV sýnir að dýrasti fermetri landsins er á rétt tæplega eina milljón króna í þriggja herbergja íbúð við Vatnsstíg 20–22.

Húsnæðisverð hækkaði um 20,9 prósent síðustu tólf mánuði samkvæmt nýlegri samantekt Þjóðskrár Íslands. Sú hækkun er skiljanlega mismikil eftir svæðum en mest er hún í og við miðborg Reykjavíkur.

DV fór í gegnum fasteignaauglýsingar á höfuðborgarsvæðinu á fasteignavef Vísis og setti saman lista yfir eignir eftir fermetraverði til að finna dýrasta fermetrann á höfuðborgarsvæðinu og þar með nær örugglega á landinu öllu. Það þarf ekki að koma á óvart að hæsta fermetraverðið er í og við 101 Reykjavík. Hér er miðað við fermetraverð út frá ásettu verði og uppgefna heildarfermetratölu og á listann komast íbúðir með fermetraverð yfir 700 þúsund krónum. Engin afstaða var tekin til ástands bygginga, stærðar íbúða eða byggingarárs. Í sumum tilfellum voru fleiri en ein íbúð til sölu á sama eða sambærilegu verði og er þá tilgreint ef svo var. Tekið er fram að listinn þarf ekki að vera tæmandi.

Aðeins tvær eignir utan Reykjavíkur

Athygli vekur að níu skráðar fasteignir voru með fermetraverð yfir 800 þúsund krónum. Þá komust aðeins tvær eignir utan Reykjavíkur á listann, en það voru tvær íbúðir í nýbyggingum í Garðabæ.

Utan Skuggahverfisins er fermetrinn dýr í nýjum lúxusíbúðum við Hljómalindarreitinn svokallaða á Laugavegi og margar slíkar til sölu þessa dagana. Langhæsta ásetta verðið er þó á fimm herbergja íbúð á 10. hæð við Lindargötu 39, sem metin er á 229 milljónir króna en sú eign er með næsthæsta fermetraverðið, eða rúmar 895 þúsund krónur.

Ef undanskildar eru lúxusíbúðirnar, sem flestar eru ýmist nýjar, í byggingu eða nýlegar, þá er dýrasti fermetrinn í „venjulegum“ íbúðum án nokkurs vafa í ósamþykktri stúdíóíbúð við Öldugötu í 101 Reykjavík. Íbúðin er aðeins 18,9 fermetrar en ásett verð er 15,9 milljónir króna. Það gerir fermetraverð upp á 841.269 krónur sem dugar til að gera hana að sjöundu dýrustu íbúð höfuðborgarsvæðisins með tilliti til fermetraverðs.


Indónesískur Pizza Hut-kóngur meðal eigenda

Útgerðarmenn og fjárfestar kaupa lúxuseignir við Vatnsstíg
Alwin Arifin. Keypti sér tvær íbúðir í Skuggahverfinu eftir heimsókn til Íslands 2015.

Alwin Arifin. Keypti sér tvær íbúðir í Skuggahverfinu eftir heimsókn til Íslands 2015.

Margar af dýrustu íbúðum landsins er að finna við Vatnsstíg 20–22 í Skuggahverfinu. Þar hafa fjárfestar og aðrir sterkefnaðir verið duglegir að kaupa eignir á undanförnum árum. Ef miðað er við fermetraverð þeirra þriggja íbúða í blokkinni sem komast á lista DV er meðalfermetraverð íbúðanna um 857 þúsund krónur. Ætla má að dýrasta íbúðin sé penthouse-eignin á 16. hæð hússins sem er skráð rúmir 314 fermetrar.

Hún er í eigu eignarhaldsfélagsins Fiskitangi ehf. sem Guðmundur Kristjánsson, útgerðarmaður í Brimi, á í gegnum félögin Fiskines ehf. og Fasteignafélagið B-16. Sama félag á aðra 176 fermetra íbúð á 13. hæð og á félag Guðmundar því tvær íbúðir í húsinu samkvæmt fasteignaskrá, alls tæplega 500 fermetra.

Fleiri félög tengd útgerðarmönnum eiga íbúðir í turninum dýra, Salting ehf., félag í eigu eiginkonu bolvíska útgerðarmannsins Jakobs Valgeirs Flosasonar, á tvær íbúðir svo eitthvað sé nefnt.

Indónesíski auðmaðurinn Alwin Arifin er annar sem fjárfest hefur í tveimur íbúðum í turninum. Arifin er umsvifamikill í matvæla- og veitingaiðnaðinum í heimalandinu og rekur á þriðja hundrað Pizza Hut-staði í 35 borgum samkvæmt umfjöllun Forbes Indonesia um hinn sterkefnaða Pizza Hut-kóng. Morgunblaðið greindi frá því í fyrra að Arifin hefði heimsótt Ísland í ársbyrjun 2015 og frétt að íbúðir væru til sölu í húsinu. Í byrjun mars keypti hann íbúðirnar á 9. og 10. hæð hússins á tæpar 230 milljónir króna.

Þessir turnar hýsa marga af dýrustu fermetrum Íslands.
Vatnsstígur Þessir turnar hýsa marga af dýrustu fermetrum Íslands.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

1. Vatnsstígur 20–22, 101 Reykjavík

3ja herbergja íbúða á 10. hæð.
Verð: 172.830.000 kr.
Fermetrar: 173,5

Verð á fermetra: 996.138 kr.


Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

2. Lindargata 39, 101 Reykjavík

5 herbergja íbúð á 10. hæð
Verð: 229.000.000 kr.
Fermetrar: 255,6

Verð á fermetra: 895.931 kr.


Mynd: Eignamiðlun

3. Vatnsstígur 15, 101 Reykjavík

4ja herbergja penthouse-íbúð á 9. og 10. hæð.
Verð: 190.000.000
Fermetrar: 217,5

Verð á fermetra: 873.563 kr.


Mynd: Lind fasteignasala

4. Laugavegur 17, 101 Reykjavík

2ja herbergja íbúð á 4. hæð við Hljómalindarreitinn.
Verð: 57.800.000 kr.
Fermetrar: 66,8

Verð á fermetra: 865.269 kr.

(Nokkrar íbúðir í sömu byggingu á sama/svipuðu verði)


Mynd: Fasteignasalan Miklaborg

5. Laugavegur 19, 101 Reykjavík

3ja herbergja rishæð á 4. hæð við Hljómalindarreitinn.
Verð: 65.500.000 kr.
Fermetrar: 75,9

Verð á fermetra: 862.977 kr.


Mynd: Borgir fasteignasala

6. Vesturvallagata 2, 101 Reykjavík

6 herbergja einbýlishús.
Verð: 95.000.000 kr.
Fermetrar: 110,4

Verð á fermetra: 860.507 kr.


Mynd: Já.is

7. Öldugata 54, 101 Reykjavík

Ósamþykkt stúdíóíbúð á jarðhæð.
Verð: 15.900.000 kr.
Fermetrar: 18,9

Verð á fermetra: 841.269 kr.


Mynd: Já.is

8. Frakkastígur 12A, 101 Reykjavík

4ja herbergja íbúð á 2. hæð.
Verð: 89.000.000 kr.
Fermetrar: 109,4

Verð á fermetra: 813.528 kr.


9. Laugavegur 19, 101 Reykjavík

2ja herbergja íbúð á 3. hæð við Hljómalindarreitinn.
Verð: 67.800.000 kr.
Fermetrar: 84,7

Verð á fermetra: 800.472 kr.


10. Vatnsstígur 20–22, 101 Reykjavík

3ja herbergja íbúð á 6. hæð
Verð: 109.000.000 kr.
Fermetrar: 136,5

Verð á fermetra: 798.534 kr.


11. Vatnsstígur 22, 101 Reykjavík

3ja herbergja íbúð á 6. hæð
Verð: 134.925.000 kr.
Fermetrar: 173,6

Verð á fermetra: 777.217 kr.


Mynd: Fasteignasalan Torg

12. Garðatorg 2, 210 Garðabær

4ja herbergja íbúð á 7. hæð
Verð: 145.000.000 kr.
Fermetrar: 187,1

Verð á fermetra: 774.986 kr.


13. Laugavegur 19, 101 Reykjavík

2ja herbergja íbúð á 3. hæð við Hljómalindarreitinn.
Verð: 64.600.000 kr.
Fermetrar: 84,1

Verð á fermetra: 768.133 kr.

(Nokkrar íbúðir í sömu bygginu á sambærilegu/sama verði)


Mynd: Já.is

14. Klapparstígur 37, 101 Reykjavík

3ja herbergja íbúð.
Verð: 40.900.000
Fermetrar: 55

Verð á fermetra: 743.636 kr.


Mynd: Já.is

15. Bergstaðarstræti 53, 101 Reykjavík

2ja herbergja íbúð.
Verð: 33.000.000 kr.
Fermetrar: 44,7

Verð á fermetra: 738.255 kr.


Mynd: já.is

16. Garðastræti 6, 101 Reykjavík

2ja herbergja íbúð á 3. hæð.
Verð: 36.900.000 kr.
Fermetrar: 50,9

Verð á fermetra: 724.950 kr.


Mynd: Kjöreign fasteignasala

17. Lindargata 33, 101 Reykjavík

4ja herbergja íbúð á 4. hæð.
Verð: 94.900.000 kr.
Fermetrar: 131.2

Verð á fermetra: 723.323 kr.


Mynd: Já.is

18. Skólavörðustígur 40, 101 Reykjavík

3ja herbergja penthouse-íbúð á 4. hæð.
Verð: 85.500.000 kr.
Fermetrar: 119,2

Verð á fermetra: 717.281 kr.


Mynd: Já.is

19. Njálsgata 19, 101 Reykjavík

2ja herbergja íbúð á 1. hæð.
Verð: 59.900.000 kr.
Fermetrar: 83,6

Verð á fermetra: 716.507 kr.


Mynd: Domus Fasteignasala

20. Grettisgata 60, 101 Reykjavík

2ja herbergja íbúð á 1. hæð.
Verð: 24.900.000 kr.
Fermetrar: 35,1

Verð á fermetra: 709.401 kr.


Mynd: Íslenska fasteignasalan

21. Holtsvegur 39, 210 Garðabær

3ja herbergja penthouse-íbúð á 4. hæð.
Verð: 64.900.000 kr.
Fermetrar: 91,9

Verð á fermetra: 706.202 kr.

(Nokkrar íbúðir í sömu byggingu á sama/sambærilegu verði)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dró upp hníf eftir rifrildi á samkomustað

Dró upp hníf eftir rifrildi á samkomustað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landflótta norðurkóreskir hermenn segja norðurkóresku hermennina í Úkraínu vera úr úrvalssveitum

Landflótta norðurkóreskir hermenn segja norðurkóresku hermennina í Úkraínu vera úr úrvalssveitum