fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Áhuginn á Íslandi hefur ekki minnkað – en flugsætunum hefur fækkað

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 9. júní 2019 15:44

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir ekkert benda til þess að áhugi erlendra ferðamanna á Íslandi hafi minnkað. Samdrátturinn í ár sem virðist ætla að verða verulegur sé tilkominn vegna minna framboðs af flugsætum eftir fall WOW, en nokkurn tíma virðist ætla að taka fyrir önnur flugfélög að fylla í það skarð.

Þetta kemur fram í umfjöllun á vefnum turisti.is. Þar kemur fram að ISAVIA birti á föstudag nýja spá þar sem reiknað er með að um 1,9 milljónir erlendra ferðamanna heimsæki landið í ár eða um 400.000 færri en í fyrra. Skarphéðinn Berg telur að flugsætaframboð muni aukast aftur og í náinni framtíð muni því ferðamönnum hingað til lands fjölga á ný.

Í grein í Morgunblaðinu kemur fram að margir seljendur ferða og afþreyingar hér innanlands hafi enn ekki fundið að ráði, ef þá nokkuð, fyrir fækkuninni, en ferðamenn hingað til lands í maí voru um fjórðungi færri en í sama mánuði í fyrra. Í Moggagreininni er þeirri skoðun vísað á bug að hrun sé að eiga sér stað í ferðaþjónustunni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kona ákærð fyrir ofbeldi gegn barni á leikvelli í Reykjavík – „Sýndi ákærða drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi“

Kona ákærð fyrir ofbeldi gegn barni á leikvelli í Reykjavík – „Sýndi ákærða drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Höfundur nýju bókarinnar um Geirfinnsmálið telur að málið eigi að vera auðleyst fyrir lögreglu

Höfundur nýju bókarinnar um Geirfinnsmálið telur að málið eigi að vera auðleyst fyrir lögreglu
Fréttir
Í gær

Sverrir setur spurningamerki við bóksöluátak stórverslana

Sverrir setur spurningamerki við bóksöluátak stórverslana