fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
Fókus

Frú Vigdís – „Ég ætlaði aldrei að vinna, ég ætlaði bara að sanna að kona gæti gert þetta”

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 8. júní 2019 19:00

Frú Vigdís. Skjáskot: Útvarp 101.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frú Vigdís Finnbogadóttir var gestur þeirra Völu og  Vöku í  Þegar ég verð stór í Útvarp 101.

Vigdís er fædd árið 1930 og var fyrst kvenna til að vera þjóðkjörinn forseti, hún tók við embætti forseta Íslands árið 1980 og var í embætti í 16 ár.

Í viðtalinu segir hún að kosningarnar árið 1980 hafi markað tímamót, „eftir að ljóst var að Kristján Eldjárn ætlaði ekki að bjóða sig fram aftur var talað um að ótækt væri að kona væri ekki meðal frambjóðenda, en karlarnir streymdu í framboð,“ segir Vigdís.

„Það kom lesendabréf í Síðdegisblaðið frá Laufey Jakobsdóttur: „Af hverju biðjið þið ekki hana Vigdísi, ég veit ekki hvaðan hún þekkti mig, ég var ekki alveg óáberandi en ég var ekki áberandi og það var eins og það kæmi skriða.

Vænst þótti mér um þegar sjómenn sendu mér skeyti því sjómenn vita að konan er sterk í landi. Konan hún gerir allt þegar þeir eru í burtu, sjómenn og bændur stóðu einarðir með mér á þessum tíma

Endaði með að ég sagði: „Jæja ég skal gera þetta.“

Vigdís sagði framboðið hafa verið mjög alþýðlegt, því hún gisti aldrei á hóteli, heldur ávallt heima hjá fólki sem bara hana á höndum sér. „Ég var svo heppin að mér fannst viðmótið þægilegt og gott,” segir Vigdís og sumir hafi gagnrýnt framboð hennar.

„Það voru alltaf einhverjir, hvað vill þessi kona upp á deck, sumum fannst ég of róttæk, einhverntíma sagði ég að ég væri ekki rauð, ég væri bara smá bleik.”

Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér  og á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Myndir af heimili Gene Hackman og eiginkonu hans vekja óhug – „Hryllingshús“

Myndir af heimili Gene Hackman og eiginkonu hans vekja óhug – „Hryllingshús“
Fókus
Í gær

„Þessi innri gagnrýnandi er enn til staðar og segir oft: Nei, ekki taka þátt í þessu. Ekki gera þetta. En í dag fæ ég að ritskoða allt og svara honum fullum hálsi“

„Þessi innri gagnrýnandi er enn til staðar og segir oft: Nei, ekki taka þátt í þessu. Ekki gera þetta. En í dag fæ ég að ritskoða allt og svara honum fullum hálsi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Óttar selur í Vesturbænum

Óttar selur í Vesturbænum
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ozempic fætur“ er nýjasta aukaverkunin sem stjörnurnar geta ekki forðast

„Ozempic fætur“ er nýjasta aukaverkunin sem stjörnurnar geta ekki forðast
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konungar sveitaballanna fögnuðu – Prettyboitjokko mætti í SKÍMÓ bol

Konungar sveitaballanna fögnuðu – Prettyboitjokko mætti í SKÍMÓ bol
Fókus
Fyrir 3 dögum

White Lotus-stjarna sár og svekkt út í Saturday Night Live

White Lotus-stjarna sár og svekkt út í Saturday Night Live