fbpx
Sunnudagur 01.september 2024
Fókus

Frímann aðstoðar aðstandendur: „Maður er stundum berskjaldaður og mismunandi hvað viðtöl taka á mann“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 9. júní 2019 10:30

Gleði og sorg Að sinna fólki er rauði þráðurinn í störfum Frímanns, jafnt í gleði sem sorg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frímann Andrésson byrjaði ungur að vinna við útfarir og það sem átti aðeins að vera sumarstarf varð að ævistarfi hans. Þrátt fyrir að hann segist hafa verið stefnulaus sem ungur maður er ljóst að rauði þráðurinn í störfum hans hefur ætíð verið að hjálpa fólki, jafnt í gleði sem á sorgarstundum.

Blaðamaður settist í sófann með Frímanni hjá Útfararþjónustu Frímanns og Hálfdáns í Hafnarfirði, þar sem Frímann tekur á móti aðstandendum og leiðbeinir þeim um hinstu stund ástvina þeirra; hvenær, hvar og hvernig útför mun fara fram.

Þetta er hluti af stærra viðtali í helgarblaði DV.

Frímann á vinnustað „Starf útfararstjóra felst í að sjá um allt frá andláti til jarðsetningar.“

Samskipti við aðstandendur bæði það besta og erfiðasta við starfið

 „Að vera í hlutverki þess sem aðstoðar fólk er það besta við starfið og fólk er í langflestum tilvikum þakklátt fyrir það sem maður er að gera. Á sama tíma er erfiðast að sitja með aðstandendum sem eiga mjög erfitt. Það reynist fólki mjög erfitt þegar fólk fellur frá í blóma lífsins, vegna sjálfsvíga eða ung börn. Fólk á að geta lifað háan aldur og dáið en því miður er það ekki alltaf þannig, það gerist bara og þannig er lífið. Maður er stundum berskjaldaður og mismunandi hvað viðtöl taka á mann, en ég held maður ætti að skipta um starf þegar maður situr með grátandi fólki og það snertir ekkert við manni. Maður getur þurft að kyngja í viðtölum svo lítið beri á.“

Starfið hlýtur oft að reyna á andlegu hliðina, hvað gerir þú helst til að kúpla þig frá vinnunni?

„Ég labba á fjöll og geri það oftast einn, ég þoli ekki íþróttastöðvar. Svo slappa ég rosalega vel af með að liggja heima í sófa og horfa á sjónvarpið, ég er yfirlýstur sjónvarpssjúklingur! Stundum stend ég mig að því að hafa verið bara inni í náttfötunum, gott veður úti og maður fær pínu samviskubit, ég verð að venja mig af því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Rýfur þögnina og skilur eftir sig tárvota aðdáendur: Segir dóttur þeirra finna á sér að eitthvað hafi gerst

Rýfur þögnina og skilur eftir sig tárvota aðdáendur: Segir dóttur þeirra finna á sér að eitthvað hafi gerst
Fókus
Í gær

Páll átti óvænta endurfundi eftir nærri hálfa öld – „Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið“

Páll átti óvænta endurfundi eftir nærri hálfa öld – „Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Björn Jörundur segir áskoranir miðaldra manna margar – „Hjalti er við allir. Allir karlar á miðjum aldri með alla sína fordóma og sína vanþekkingu”

Björn Jörundur segir áskoranir miðaldra manna margar – „Hjalti er við allir. Allir karlar á miðjum aldri með alla sína fordóma og sína vanþekkingu”
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móðir vill koma sonunum út og auglýsir í Bændablaðinu – „Með þrjá drengi gefins á gott heimili“

Móðir vill koma sonunum út og auglýsir í Bændablaðinu – „Með þrjá drengi gefins á gott heimili“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hefur ekki efni á bensíni eftir mannætuskandalinn

Hefur ekki efni á bensíni eftir mannætuskandalinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gerður í Blush malar gull – „Ótrúlega sátt með þetta allt saman“

Gerður í Blush malar gull – „Ótrúlega sátt með þetta allt saman“