Samgöngustofa hefur birt rökstuðning fyrir því að svipta ekki bílaleigun Procar leyfi í kjölfar þess að afhjúpað var að fyrirtækið hefði breytt kílómetrastöðu bíla sinna fyrir sölu. Falsanirnar eru taldar vera umfangsmiklar og ná að minnsta kosti fimm ár aftur í tímann. Kjarni rökstuðnings Samgöngustofu er sá að meint afbrot Procar séu á sviði bílasölu en ekki bílaleigu og Samgöngustofa hefur aðeins lögsögu yfir bílaleiguþættinum:
Gera þarf skýran greinarmun á annars vegar starfsemi ökutækjaleigu í samræmi við lög um ökutækjaleigur á grundvelli starfsleyfis og hins vegar endursölu ökutækja á almennum markaði. Samgöngustofa hefur eingöngu valdheimildir gagnvart hinu fyrra. Hin meintu brot áttu sér að meginstefnu til stað við endursöluna og eru þau til skoðunar hjá lögreglu.
Mál Procar varðandi svindl með kílómetrastöðu bíla er nú komið til héraðssaksóknara. Málið er sagt mjög umfangsmikið.