fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Kaup Ólafs Ragnars á æskuheimili sínu á Ísafirði ekki gengin í gegn

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 5. júní 2019 15:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, er á vefmiðlum í dag sagður vera að festa kaup á æskuheimili sínu á Ísafirði, að Túngötu 3. Húsið var byggt á Hatteyri eftir teikningum Jóns H. Sigmundssonar um aldamótin 1900 af norskum sjómönnum, en tekið niður og endurbyggt við Túngötuna, hvar það var stækkað. Húsið er gjarnan nefnt Grímshús, eftir Grími rakara, föður Ólafs Ragnars, en hann bjó þar ásamt konu sinni Svanhildi Ólafsdóttur Hjartar og Ólafi Ragnari, en fluttist þaðan til Reykjavíkur árið 1953.

Ólafur fæddist 14. maí 1943 á Ísafirði, en fjölskyldan bjó í suðurenda hússins og leigði út hinar íbúðirnar. Húsið er í dag fjórar íbúðir, en samkvæmt öruggum heimildum Eyjunnar er ekki búið að ganga frá sölu á íbúðinni sem Ólafur ólst upp í, ekki er búið að skrifa undir kaupsamning.

Enginn staur í bakgarðinum

Til er saga af Ólafi Ragnari frá því hann var barn, sem rifjuð hefur verið upp á Ísafirði undanfarið vegna mögulegrar endurkomu forsetans fyrrverandi á heimaslóðir. Hún var einnig sögð þegar Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra kom í heimsókn til Ísafjarðar skömmu eftir að Ólafur synjaði fjölmiðlafrumvarpinu, en þá var farið með Davíð í viðhafnarrúnt um Ísafjarðarbæ og þegar hann nálgaðist Grímshús var honum sögð sagan af Ólafi, sem þótti víst nokkuð fjörugur krakki, eins og gengur og gerist.

Sagan segir að sökum þessa óstýrlætis hafi verið gripið til þess ráðs að binda í hann spotta, sem síðan var festur við staur í bakgarðinum. Þannig mætti tryggja að Ólafur færi sér ekki að voða með einhverjum strákapörum. Eflaust væri eitthvað sagt við slíkum uppeldisráðum í dag, en þá voru aðrir tímar.

Davíð og Ólafur Ragnar elduðu lengi grátt silfur saman sem pólitískir andstæðingar og þegar Davíð, sem enn var að ná sér eftir synjun fjölmiðlafrumvarpsins, heyrði söguna um Ólaf og staurinn á hann að hafa sagt með þjósti:

„Fjandakornið, hver leysti hann?!“

Samkvæmt öruggum heimildum Eyjunnar er hinsvegar enginn slíkur staur í garðinum lengur við Túngötu 3 og fær því Sámur, hundur þeirra hjóna Ólafs og Dorritar, sem drapst í janúar, eflaust að njóta frelsisins á Ísafirði, en líkt og kunnugt er hyggjast þau láta klóna hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“
EyjanFastir pennar
Í gær

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“