Þessi er í miklu uppáhaldi hjá allri fjölskyldunni. Líka litla gikknum mínum honum Gilla.
Hráefni:
½ haus af hvítkáli, rifið
800 g ýsa var það heillin
3 dl grísk jógúrt
1 dl mæjónes
1 msk. karrýduft
¼ tsk. chayenne
½ msk. fiskikraftur
handfylli af konfekttómötum
lúka af rifnum osti
ferskt kóríander
Aðferð:
Hita ofninn í 190°C. Leggja hvítkál í botninn á eldföstu móti. Skera ýsuna í bita og leggja bitana yfir grjónin. Salta og pipra. Hræra saman jógúrt, mæjónes, karrý, chayenne, fiskikrafti. Hella sósunni yfir og skreyta með tómötum, rifnum osti og kóríander. Baka í um það bil hálftíma. Einfalt og allt gert í einu fati.