fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Yfirheyrslan: Þórður Helgi Þórðarson – „Ég var 20 ára gamall, skíthræddur við lífið“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 10. júní 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórður Helgi Þórðarsson, útvarpsmaður á RÚV og plötusnúður, fagnaði nýverið fimmtugsafmæli. Doddi, eins og hann er ávallt kallaður, hefur einnig komið fram sem tónlistarmaðurinn Love Guru, en hann gaf út lagið Lífið er ljúft, í lok maí og framundan er plata og remixplata. DV tók Dodda í yfirheyrslu.

Hjúskaparstaða og börn
Trúlofaður, tvær stelpur og einn strákur.

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst krakki?
Eftir að draumurinn um að verða kábóji hvarf þá var það væntanlega útvarpsmaður og poppstjarna.

Skemmtilegast að gera?
Hanga með vinum og fjölskyldu.

En leiðinlegast?
Flytja, ég mun aldrei á ævinni flytja aftur.

Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum?
Er ekki viss um að ég búi yfir einhverjum opinberum hæfileikum, jú ég get klappað með annarri hendi! Það er geggjað.

Versta ráð sem þú hefur fengið?
Aldrei kaupa þér húsnæði, leigðu bara.

Hver er fyrsta minningin þín?
Að detta úr rennibraut, smakka besta ís í heimi og sleikja diskinn eftir að pabbi eldaði spagetti þegar ég var fjögurra ára, gerðist allt á Mallorka.

Hvað er það erfiðasta sem þú hefur gert?
Flytja að heiman úr örygginu hjá ömmu og afa í verbúð á Súðavík, verulegur skellur. Nei ég var ekki 14 ára, ég var 20 ára gamall, skíthræddur við lífið.

En mest gefandi?
Þegar ég geri einhverja sérþætti í útvarpinu og fólk bankar á mig yfir sig hrifið, love it.

Hver myndi skrifa ævisögu þína?
Það þyrfti að vera einhver skemmtilegur því ekki er hún skemmtileg, ég held að Sóli Hólm sé byrjaður á henni.

Hefur þú fallið á prófi?
Jebb, í dönsku og samfélagsfræði á samræmdu prófunum sem var mikill skellur því ég var veikur þegar samfélagsfræðiprófið var tekið og ég fékk ekki að taka veikindapróf, ég hefði fengið 11!

Uppáhaldshljómsveit og af hverju?
Það hefur alltaf verið Depeche Mode þrátt fyrir að síðustu plötur hafi verið leiðinlegar. Þeir komu inn í mitt líf á réttum tíma með skrítin hljóð og svo fannst mér svo töff að þeir spiluðu bara á hljómborð, ég vissi ekki einu sinni hvað svuntuþeysir var. Ég var 12 ára.

Stærsta stund þín í lífinu?
Það eru bara klisjurnar, fæðing barnanna minna, að flytja í draumahúsið. Þegar ég sá Depeche Mode loksins á tónleikum.

Ertu trúaður eða trúir þú á æðri mátt?
Nei.

Mannkostir þínir?
Það verða aðrir að svara því.

En lestir?
Ég vil helst ekki að aðrir svari því.

Best að vera útvarpsmaður, plötusnúður eða Love Guru?
Að vera útvarpsmaður er yndis, hitt er minna yndis.

Eitthvað að lokum?
Dansaðu fíflið þitt, dansaðu !

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin