fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Fókus

Lífið eftir Frasier

Hvað varð um leikarana vinsælu?

Kolbrún Bergþórsdóttir
Mánudaginn 24. apríl 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsþættirnir um sálfræðinginn Frasier Crane slógu rækilega í gegn víða um heim, bæði hjá áhorfendum og gagnrýnendum. Þættirnir voru í sýningu í ellefu ár, frá 1993 til 2004 og unnu til 37 Emmy-verðlauna. Aðalleikendur þáttanna urðu heimsfrægir. Sumir þeirra eru enn iðnir við að leika meðan aðrir koma sjaldnar fram.

David Hyde Pierce sló í gegn sem hinn nett taugaveiklaði Niles, bróðir Frasier, sem elskaði Daphne svo heitt. Í ellefu ár samfleytt var hann tilnefndur til Emmy-verðlauna fyrir leik sinn í þáttunum og vann 1995, 1998, 1999 og 2004.Hann hefur bæði leikstýrt og leikið á Broadway og vann til Tony-verðlauna árið 2007 fyrir leik sinn í söngleiknum Curtain. Hann hefur einnig komið fram í kvikmyndum og má þar nefna Nixon og Sleepless in Seattle. Hann hefur unnið við talsetningu þar á meðal í The Simpsons. Þessa dagana leikur hann í Hello Dolly á Broadway en þar fer Bette Midler með aðalhlutverkið.Leikarinn kom út úr skápnum árið 2007 og sagði umheiminum að hann hefði verið í sambandi við Brian Hargrove í rúma tvo áratugi. Þeir giftu sig árið 2008.
David Hyde Pierce David Hyde Pierce sló í gegn sem hinn nett taugaveiklaði Niles, bróðir Frasier, sem elskaði Daphne svo heitt. Í ellefu ár samfleytt var hann tilnefndur til Emmy-verðlauna fyrir leik sinn í þáttunum og vann 1995, 1998, 1999 og 2004.Hann hefur bæði leikstýrt og leikið á Broadway og vann til Tony-verðlauna árið 2007 fyrir leik sinn í söngleiknum Curtain. Hann hefur einnig komið fram í kvikmyndum og má þar nefna Nixon og Sleepless in Seattle. Hann hefur unnið við talsetningu þar á meðal í The Simpsons. Þessa dagana leikur hann í Hello Dolly á Broadway en þar fer Bette Midler með aðalhlutverkið.Leikarinn kom út úr skápnum árið 2007 og sagði umheiminum að hann hefði verið í sambandi við Brian Hargrove í rúma tvo áratugi. Þeir giftu sig árið 2008.

Mynd: EPA

Peri Gilpin sló í gegn sem Roz Doyle í þáttunum en þar lék hún samstarfskonu Frasier. Hún hefur síðan leikið í fjölmörgum sjónarpsþáttum. Hún er gift listmálaranum Christian Vincent en þau giftu sig árið 1999 á heimili Kelsey Grammer. Þau eiga tvíburadætur. Gilpin og Jane Leeves (Daphne Moon) eru nágrannar og miklar vinkonur.
Peri Gilpin Peri Gilpin sló í gegn sem Roz Doyle í þáttunum en þar lék hún samstarfskonu Frasier. Hún hefur síðan leikið í fjölmörgum sjónarpsþáttum. Hún er gift listmálaranum Christian Vincent en þau giftu sig árið 1999 á heimili Kelsey Grammer. Þau eiga tvíburadætur. Gilpin og Jane Leeves (Daphne Moon) eru nágrannar og miklar vinkonur.
Á þeim tíma sem Jane Leeves lék Daphne Moon, húshjálpina á heimili Frasier, var hún hæst launaða enska leikkonan í bandarísku sjónvarpi. Hún lék Sally Bowles í Cabaret á sviði og sló síðan í gegn í sjónvarpsþáttunum Hot in Cleveland.
Jane Leeves Á þeim tíma sem Jane Leeves lék Daphne Moon, húshjálpina á heimili Frasier, var hún hæst launaða enska leikkonan í bandarísku sjónvarpi. Hún lék Sally Bowles í Cabaret á sviði og sló síðan í gegn í sjónvarpsþáttunum Hot in Cleveland.
John Mahoney lék heimilisföðurinn í Frasier. Eftir að þáttunum lauk hefur hann sést í nokkrum sjónvarpsþáttum. Mahoney er fámáll um einkalíf sitt. Hann hefur aldrei kvænst en verið í nokkrum samböndum.
John Mahoney John Mahoney lék heimilisföðurinn í Frasier. Eftir að þáttunum lauk hefur hann sést í nokkrum sjónvarpsþáttum. Mahoney er fámáll um einkalíf sitt. Hann hefur aldrei kvænst en verið í nokkrum samböndum.
Moose lék hundinn Eddie í þessum vinsælu sjónvarpsþáttum. Umtalað var hversu lengi og fast hann gat starað hreyfingarlaus á persónur þáttanna, sérstaklega Frasier. Þegar vinsældir þáttanna voru hvað mestar fékk Moose fleiri aðdáendabréf en meðleikarar hans. Moose átti nokkur afkvæmi. Þar á meðal var Enzo sem hljóp oft í skarðið fyrir föður sinn í þáttunum á seinni árum þegar Moose var ekki jafn frískur og hann var í upphafi. Ævisaga Moose, My Life as a Dog, var skrifuð af Brian Hargrove, eiginmanni David Hyde Pierce (Niles). Moose kvaddi þennan heim árið 2006. Sonur hans og alnafni, Moose, býr hjá Peri Gilipin, sem lék Roz Doyle í þáttunum.
Moose Moose lék hundinn Eddie í þessum vinsælu sjónvarpsþáttum. Umtalað var hversu lengi og fast hann gat starað hreyfingarlaus á persónur þáttanna, sérstaklega Frasier. Þegar vinsældir þáttanna voru hvað mestar fékk Moose fleiri aðdáendabréf en meðleikarar hans. Moose átti nokkur afkvæmi. Þar á meðal var Enzo sem hljóp oft í skarðið fyrir föður sinn í þáttunum á seinni árum þegar Moose var ekki jafn frískur og hann var í upphafi. Ævisaga Moose, My Life as a Dog, var skrifuð af Brian Hargrove, eiginmanni David Hyde Pierce (Niles). Moose kvaddi þennan heim árið 2006. Sonur hans og alnafni, Moose, býr hjá Peri Gilipin, sem lék Roz Doyle í þáttunum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Fókus
Í gær

Alex gisti í dýrustu lúxusvillu landsins – Sjáðu hvað nóttin kostar

Alex gisti í dýrustu lúxusvillu landsins – Sjáðu hvað nóttin kostar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús Ver opnar sig um áfall: „Það var verið að reyna að hnoða hann og blása“

Magnús Ver opnar sig um áfall: „Það var verið að reyna að hnoða hann og blása“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu Sigmund Davíð í trylltum dansi á skemmtikvöldi ungra Miðflokksmanna

Sjáðu Sigmund Davíð í trylltum dansi á skemmtikvöldi ungra Miðflokksmanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Cher fékk sjokk þegar hún lét breyta nafni sínu

Cher fékk sjokk þegar hún lét breyta nafni sínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“