fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Klausturmálið: Báramótabrennan haldin á morgun – „Listrænn eldur en vélræn eyðing“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 3. júní 2019 15:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bára Halldórsdóttir, sem gert hefur verið að eyða upptökum sínum úr Klausturmálinu fyrir 5. júní af Persónuvernd, hyggst gera einmitt það á morgun, með viðhöfn sem hún kallar Báramótabrenna.

Stofnað hefur verið til viðburðar á Facebook undir því nafni, en eyðingin sjálf mun fara fram á Gauknum.

Aðspurð um hvernig sjálf eyðingin færi fram svaraði Bára:

„Listrænn eldur en vélræn eyðing.“

Í lýsingu viðburðarins segir:

„Báru Halldórsdóttur hefur verið gert að eyða Klaustur-upptökunum og mun hún gera slíkt með viðhöfn á Gauknum þriðjudagskvöldið 4. júní. Herlegheitin hefjast upp úr kl. 21.

– Lögfræðingar Báru munu sjá um að skrásetja viðburðinn
– Halldór Auðar Svansson flytur opnunarávarp fyrir hönd stuðningshópsins Takk Bára
– Valdir kaflar upptökunnar verða kvaddir sérstaklega
– Upptökum verður svo eytt með viðhöfn og í kjölfarið er fólki frjálst að grípa í míkrófóninn, fyrst til að segja eitthvað uppbyggilegt og svo breytist Gaukurinn í allsherjar karaoke-partý.“

Ekki er vitað hvort að fulltrúi Persónuverndar hyggist verða vitni að gjörningnum, eða fulltrúi sýslumanns, en lögfræðingur Báru mun taka eyðinguna sjálfa upp í nærmynd og senda til Persónuverndar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt