„Ég er mjög ánægður með að þau sem brenndu hana skuli hafa náðst. Þau verða dregin til ábyrgðar,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA en í helgarviðtali í DV er hann spurðir um IKEA-jólageitina en um síðustu jól var kveikt í henni. Jólageitin verður endurreist um næstu jól. „Jólageitin verður stækkuð, ætli við hækkum hana ekki um allavega einn metra. Mér finnst þessi geit óskaplega falleg. Í byrjun var hún stæling á þeirri sænsku og við vorum með ljóskastara á henni. Síðan fékk ég hugljómun: hvað gerist ef maður vefur seríu utan um hana? Hún verður svo miklu fallegri við það. Mér finnst þessi geit vera flottasta jólaskraut á landinu. Hún verður endurreist og fær vonandi að vera í friði,“ segir Þórarinn.