Antoine Griezmann, er brjálaður út í Barcelona ef marka má fréttir á Spáni. Áhugi félagsins á honum hefur minnkað.
Griezmann taldi sig vera að ganga í raðir félagsins, þegar hann tjáði öllum að hann ætlaði að fara frá Atletico Madrid.
Griezmann ætlar að fara í sumar en áhugi Barcelona hefur minnkað, ekki eru allir innan félagsins sammála um að kaupa hann.
Griezmann gæti því þurft að finna sér nýtt félag en hann er meðal annars orðaður við Manchester United.
Griezmann er einn besti knattspyrnumaður í heimi og hefur þjónað Atletico vel.