fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fókus

Nixon leikur Dickinson

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 31. mars 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cynthia Nixon leikur bandarísku 19. aldar skáldkonuna Emily Dickinson í kvikmyndinni A Quiet Passion. Nixon er þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Sex and the City þar sem hún fór með hlutverk Miröndu og vann til Emmy-verðlauna fyrir leik sinn. Dickinson var einfari, fór sjaldan að heiman og síðustu árin talaði hún við gesti bak við luktar dyr. Hún lést 55 ára gömul og það var ekki fyrr en eftir dauða sinn sem hún öðlaðist frægð. Nixon hefur fengið mikið lof fyrir túlkun sína á hinni sérsinna skáldkonu en hún er einlægur aðdáandi ljóða hennar.

Nixon er fimmtug og hefur leikið frá unga aldri. Hún lék í fyrstu mynd sinni einungis 12 ára gömul. Þegar hún var í háskóla komst hún í fréttir fyrir að leika á sama tíma í tveimur leikritum á Broadway og hljóp þá hvert kvöld á milli leikhúsanna.

Í fimmtán ár átti Nixon í sambandi við kennarann Danny Mozes og þau eiga tvö börn saman. Það vakti mikla athygli þegar leikkonan yfirgaf hann vegna konu, Christine Marinoni. Þær Nixon giftu sig árið 2012 og eiga sonin Max sem fæddist árið 2011. Um kynhneigð sína hefur Nixon sagt: „Mér finnst ég ekkert hafa breyst. Ég hafði alla ævi verið með karlmönnum og aldrei orðið ástfangin af konu. En þegar það gerðist þá var ekkert einkennilegt við það. Ég er bara kona sem er ástfangin af annarri konu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hanna Rún og Nikita sigruðu á Spáni – „Tilfinningin var mjög góð“

Hanna Rún og Nikita sigruðu á Spáni – „Tilfinningin var mjög góð“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bestu sparnaðarráð Katrínar Bjarkar – Þriggja poka reglan sem allir ættu að þekkja

Bestu sparnaðarráð Katrínar Bjarkar – Þriggja poka reglan sem allir ættu að þekkja
Fókus
Fyrir 5 dögum

Það er mikið líf á MARS

Það er mikið líf á MARS