fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Lúxuslíf Íslendinga: Kleópatra Kristbjörg Stefánsdóttir – Messías majónesins

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 2. júní 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kleópatra Kristbjörg Stefánsdóttir, eigandi Gunnars majónes, er sérstök kona svo ekki sé meira sagt. Í fyrri umfjöllunum DV kemur fram að hún sé ýmist mærð eða ávítt, hún veitir fjölmiðlum sjaldnast viðtöl eða svör, en lífshlaup hennar er sérstakt og skrautlegt. Sama á við um aðkomu hennar að Gunnars majónesi, og síðan 100% eignarhaldi.

Gunnars Majones ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta í júní árið 2014, en fyrirtækið var stofnað árið 1960. Félag í eigu Kleópötru keypti fyrirtækið eftir stjórnarfund í mars árið 2014 og greiddi 62,5 milljónir fyrir.

Árið 2009 var Kleópatra ráðin sem forstjóri Gunnars Majones sf., en hún mun hafa komið inn í reksturinn árið 2006 og vakti ráðning hennar mikla athygli, enda var og er Gunnars majónes eitt þekktasta vörumerki íslenskra fyrirtækja og Kleópatra var alls óþekkt í viðskiptum. Helen og Nancy, dætur Gunnars Jónssonar stofnanda, voru samþykkar því að selja Kleópötru einni fyrirtækið og mun ekki króna hafa greidd fyrir heldur gefið út skuldabréf til tíu ára sem fyrirtækið Gunnarsson ehf. greiddi árlega af.

Í nærmynd DV um Kleópötru var haft eftir Helen Gunnarsdóttur Jónsson að Kleópatra væri eins og Jesús Kristur:
„Hún sér í gegnum alla og veit allt, næmari kona er ekki til. Hún segir eitthvað og það gerist og hún sér inn í framtíðina. Hún talar í dæmisögum og gerir allt eins og Jesús Kristur sem [innsk. blm] var líka krossfestur.“

Kleópatra býr í íbúð á efri hæð á Langholtsvegi 100.

Heimili:

Langholtsvegur 100, efri hæð

139,7 fm

Fasteignamat: 53.700.000 kr.

Kleópatra Kristbjörg Stefánsdóttir

Tekjublað DV 2018: 1.279.000 kr.

Ekki missa af nýjasta DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað