fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Átta matvöruverslanir af tíu hafa hækkað verð síðan í nóvember

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 28. maí 2019 13:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vörukarfa ASÍ hækkaði í 8 verslunum af 10 frá fyrstu vikunni í nóvember 2018 þangað til aðra vikuna í maí 2019. Mest hækkaði vörukarfan í 10-11 um 5,5% en minnst í Bónus og Kjörbúðinni um 0,3%. Vörukarfan lækkaði á tímabilinu í Samkaup strax um 1,2% og um 0,6% í Krambúðinni. Frá þessu er greint í tilkynningu frá ASÍ.

Verð á brauð- og kornvörum, sykri, sælgæti og drykkjarvörum hækkaði mest á tímabilinu og má sjá hækkanir í þessum vöruflokkum í nær öllum verslunum. Verð á mjólkurvörum og hreinlætis- og snyrtivörum hækkaði í hluta verslana en lækkuðu í öðrum. Mestar sveiflur eru í verði kjötvara og grænmetis og ávaxta milli tímabila.

Þetta er í samræmi við undirliðinn mat og drykkjarvörur í vísitölu neysluverðs en hækkunin á þeim lið á tímabilinu nóvember-maí nemur 1,7%. Stór hluti þeirrar hækkunar kemur þó fram í maí mánuði eða 0,7%.

Mælingar á vörukörfunni voru framkvæmdar í byrjun nóvember 2018, mars 2019, rétt áður en kjarasamningar voru undirritaðir, og svo í annarri viku í maí. Vörukarfan hækkaði í 8 búðum af 10 á tímabilinu og má sjá að nokkrar verslanir hafa hækkað verð töluvert hjá sér á tímabilinu frá nóvember-mars.

Minnstar verðhækkanir á vörukörfunni í Bónus af lágvöruverðsverslununum
Í lágvöruverðsverslunum hækkaði verð mest hjá Super 1, um 3,5% og skýrist sú hækkun að stærstum hluta af verðhækkunum á kjötvörum og mjólkurvörum. Af lágvöruverðsverslununum hækkaði vörukarfan næst mest hjá Nettó um 3,2% en þar vega hækkanir á brauð- og kornvörum þyngst ásamt drykkjarvörum. Vörukarfan hækkaði um 1% í Krónunni en þeir liðir sem hafa mest áhrif til hækkunar þar eru brauð- og kornvörur, kjötvörur og hreinlætis- og snyrtivörur. Í Bónus hækkar vörukarfan um 0,3% en hækkanir á brauð- og kornvörum, drykkjarvörum og ýmsum öðrum matvörum vega þar þyngst.

Mestar hækkanir hjá Tíu ellefu af klukkubúðum en Hagkaup af stórmörkuðum
Í stórmörkuðum og klukkubúðum hækkaði verð mest í Tíu ellefu um 5% en hækkanir á grænmeti og ávöxtum, mjólkurvörum, sykri, súkkulaði og sælgæti og drykkjarvörum vega þar þyngst. Verð hækkaði um 3,1% í Hagkaup en þar hafa mest áhrif hækkanir á brauði og kornvörum, kjöt- og mjólkurvörum, sykurvörum, drykkjarvörum og hreinlætisvörum. Vörukarfan í Iceland hækkaði einnig töluvert eða um 2,9% en þar vegur lang þyngst hækkun á kjötvörum um 11,4%.

*Einungis voru framkvæmdar verðmælingar á vörukörfunni í Super 1 í mars og í maí þar sem ekki var búið að opna verslunina í nóvember.

Um könnunina
Vörukarfan var framkvæmd vikurnar 29. október-4 nóvember 2018, 25.-35. mars og 6.-12. maí 2019.

Verðlagseftirlitið mælir breytingar á verði vörukörfu sem getur endurspeglað almenn innkaup meðalheimilis. Vörukarfa ASÍ inniheldur allar almennar matar- og drykkjarvörur, t.d. brauðmeti, morgunkorn, pasta, kjöt, fisk, grænmeti, ávexti, pakkavörur, kaffi, gos, safa, auk hreinlætis- og snyrtivara. Við samsetningu vörukörfunnar voru hafðar til hliðsjónar vogir Hagstofunnar sem notaðar eru til útreiknings á vísitölu neysluverðs. Vogirnar segja til um hversu stór hluti tilteknir vöruflokkar eru af neyslukörfu meðal heimilis.

Verðbreytingar voru skoðaðar í eftirfarandi verslunum: Bónus, Krónunni, Nettó, Super 1, Hagkaup, Kjörbúðinni, Iceland, Krambúðinni, Samkaupum-strax og Tíu ellefu. 
Þess ber að geta að hér eru einungis birtar upplýsingar um verðbreytingar milli verðmælinga. Ekki er því um beinan verðsamanburð að ræða þ.e.a.s. hvar ódýrustu vörukörfuna var að finna. Einnig er rétt að athuga að skoðuð eru þau verð sem eru í gildi í verslununum á hverjum tíma og geta tilboð á einstaka vöruliðum því haft áhrif á niðurstöðurnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“