fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fókus

Lúxuslíf Íslendinga: Ari og Gyða – Úr fjölmiðlum í mjólk

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 1. júní 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ari Edwald og Gyða Dan Johansen giftu sig árið 2015 en fyrir átti hvort um sig þrjú börn með fyrrverandi mökum. Saman eignuðust þau dóttur árið 2012. Ari og Gyða hafa verið mjög áberandi í skemmtanalífinu undanfarin ár og ferðast mikið.

Skjáskot: Instagram / @gydadanjohansen

 

Ari og Gyða störfuðu áður saman hjá fjölmiðlafyrirtækinu 365. Þar var Ari forstjóri og Gyða rekstrarfulltrúi. Árið 2015 tók Ari við stöðu forstjóra Mjólkursamsölunnar eftir áratug hjá 365 en hann var þar áður framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, aðstoðarmaður ráðherra og ritstjóri Viðskiptablaðsins.

Skjáskot: Instagram / @ariedwald

 

Rúmu ári eftir að Ari söðlaði um keypti Gyða ásamt öðrum fjárfestum 90 prósent í Emmessís sem hefur aðsetur í sömu byggingu og Mjólkursamsalan. Varð fyrrverandi fjölmiðlaparið því sameinað á ný í mjólkurvörunum.

Ari og Gyða búa í glæsislegu einbýlishúsi í Garðabænum með tvöföldum bílskúr.

Skjáskot: Instagram / @ariedwald

 

Heimili:

Einilundur 10

324,7 fm

Fasteignamat: 105.550.000 kr

 

Ari Edwald:

Tekjublað DV 2018: 3.636.000 kr

Ekki missa af DV.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu