Persónuvernd gerði Báru Halldórsdóttur að eyða upptöku sinni frá því hún tók upp samtal þingmanna á Klaustur barnum í fyrra og hefur hún frest til 5. Júní til þess.
Úrskurður Persónuverndar nær aðeins yfir upptöku Báru, en DV/Eyjan og Stundin fengu afrit einnig, og nokkru síðar fékk lagaskrifstofa Alþingis þær einnig til skoðunar. Hinsvegar er það aðeins Bára sem þarf að eyða sinni upptöku.
Þetta kemur fram í svari Persónuverndar við fyrirspurn RÚV.
Persónuvernd úrskurðaði að upptaka Báru brytu gegn persónuverndarlögum, en varð ekki við kröfu Miðflokksins um sektargreiðslu og vísaði ásökunum Miðflokksins að um samsæri væri að ræða, á bug.