Það má líklegast halda því fram núna að sumarið sé komið í öllu sínu veldi. Einhverjir hafa eflaust í hyggju að halda sumarteiti á næstunni og hér er drykkur sem tryllir partígestina. Uppskriftin er fengin af vefnum Delish og bara getur ekki klikkað
Hráefni:
1/4 bolli sykur
súraldinbátar
1 bolli jarðarber, söxuð
1 bolli tequila
1 bolli moscato vín (eða hvítvín)
1 bolli triple sec
1/2 bolli súraldinsafi
2 bollar ísmolar
Aðferð:
Hellið sykrinum á lítinn disk. Bleytið barma glasa með súraldinbátunum og dýfið þeim síðaní sykur. Blandið jarðarberjum, tequila, moscato, triple sec, súraldinsafa og ísmolum saman í blandara. Blandið þar til drykkurinn er kekkjalaus og deilið honum á milli glasa. Skreytið með sítrónubátum og berið fram.