Hér er á ferð gómsætur réttur sem er fullkominn fyrir ketóliða sem vilja gera vel við sig í sumar.
Kjöt – Hráefni:
3 kg bringusteik/brisket
pakki af beikoni eða nóg til að klæða steikina
Kryddhjúpur – Hráefni:
2 msk. gullin sæta (sukrin/monkfruit)
1½ tsk. paprika
1 tsk. reykt paprika
1 tsk. cumin
1 tsk. laukduft
1 tsk. hvítlauksduft
2 tsk. sinnepsduft
¼ tsk. cayenne pipar
2 tsk. salt
2 tsk. svartur pipar
Aðferð:
Steikin er snyrt og þakin í kryddhjúpnum. Síðan er hún lögð í ofnfat og klædd beikonkápu. Inn í ofn í 4 klukkustundir. Snúið eftir hálfa steikingu og beikonið þá tekið frá fyrir sósuna.
Sósan – Hráefni:
beikonið, smátt saxað
1 laukur, smátt saxaður
½ bolli eplaedik
1/3 bolli gullin sæta
allt soðið af steikinni síað ásamt einum nautateningi
½ bolli tómatsósa (Felix m. Stevíu)
1–2 msk. saxaður chipotle pipar eða jalapeno
Aðferð:
Þetta er allt soðið niður á pönnu og sirka einum bolla af sósunni borinn á steikina og hún grilluð á háum yfirhita í restina eða þar til hún nær fallegum gljáa. Borið fram með sósunni og einhverju guðdómlegu meðlæti. Veisla frá Sogni í Kjós. Ég mæli svo með að þið kíkið á úrvalið í þessari frábæru kjötbúð en þau bjóða bæði upp á heimsendingar, en svo er alltaf einhver við á bænum til að opna búðina. Verði ykkur að góðu. Sumarið komið á diskinn.