fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Hafdís varð ófrísk 17 ára og hélt lífið ónýtt – „Mamma hélt að einhver hefði dáið“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 24. maí 2019 20:00

Mynd: Dv/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hafdís Björg Kristjánsdóttir hefur þrátt fyrir ungan aldur getið sér gott orð og unnið titla í fitnessheiminum. Hún stefnir þó hærra; í atvinnumennsku í greininni. Hafdís er einstæð, fimm drengja móðir og segist því þurfa að leggja enn harðar að sér en ella, sonum sínum og yngri keppendum í greininni til fyrirmyndar.

Hafdís er 31 árs, fædd í Danmörku, en uppalin í Borgarnesi. Hún hefur verið í íþróttum frá unga aldri, elskar dans og vinnur í dag sem einkaþjálfari og tímakennari hjá World Class. Þess á milli sinnir hún eigin fyrirtæki, samfélagsmiðlum og sonunum, sem allir hafa erft íþróttaáhuga og metnað móður sinnar.

Þetta er hluti af stærra viðtali í helgarblaði DV.

Eftir grunnskóla flutti Hafdís á Akranes til að fara í menntaskóla. Þar kynntist hún manni og eftir rúmt ár í sambandinu komst hún að því að hún var ófrísk. „Ég hélt bara að lífið væri ónýtt, ég var nýkomin með bílpróf, nýbyrjuð í menntaskóla og lífið að byrja. Ég hringdi fyrsta símtalið í mömmu hágrátandi og hún hélt að einhver hefði dáið. Mamma er þannig týpa að ef eitthvað er að þá segir hún að við reddum því bara.“ Móðir hennar flutti frá Blönduósi til Borgarness, til að vera nær Hafdísi og var henni til aðstoðar svo að hún gæti einbeitt sér að náminu. Nokkrum árum seinna útskrifaðist Hafdís sem stúdent frá Menntaskólanum í Borgarnesi og var þá búin að eignast þrjá drengi.

Alltaf til staðar
Hafdís ásamt móður sinni, sem hefur ávallt stutt hana.

Hafdís er virk á samfélagsmiðlunum Snapchat og Instagram: hafdisbk og á heimasíðu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja
Fókus
Fyrir 3 dögum

Örlagarík reynslusaga Evu Gunnarsdóttur komin út – Hefur tekist á við mikla erfiðleika

Örlagarík reynslusaga Evu Gunnarsdóttur komin út – Hefur tekist á við mikla erfiðleika
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýfæddu tvíburarnir fengu óhefðbundin nöfn

Nýfæddu tvíburarnir fengu óhefðbundin nöfn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“