Persónan Ross Geller, sem leikin er af David Schwimmer, í sjónvarpsþáttunum Friends klæðist gráum bol með sérstöku merki í þætti í áttundu þáttaröð þessa vinsælu grínseríu. Fáir hafa eflaust velt sér mikið upp úr þessum bol, en aðdáandi þáttarins á Reddit opinberar að í merki bolsins felist dulin merking.
Merkið á bolnum er nefnilega táknmál og þýðir þetta tiltekna tákn „friends“, eða vinir.
„Þetta er svalt og eitthvað sem ég hafði ekki heyrt af áður,“ skrifar einn við færsluna á Reddit, en internetið er einmitt stútfullt af alls kyns fróðleik um þættina Friends – þó ekki molann um bolinn, fyrr en núna. Magnað.