fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024

Bjargey hefur verið í sambandi í tuttugu ár: „ Þið þurfið ekki að skilja til þess að njóta lífsins“

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 23. janúar 2018 15:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjargey Ingólfsdóttir hefur verið í sambandi með manninum sínum í tuttugu ár eða síðan þau voru einungis fimmtán ára gömul. Á þeim tíma hugsuðu þau lítið um framtíðina en vissu þó að henni vildu þau eyða saman.

Nú tuttugu árum síðar standa þau enn saman sem bestu vinir og sálufélagar og hafa lagt hart að sér til þess að láta allt ganga upp. Á þessum tíma hafa þau klárað menntaskóla og háskóla, eignast þrjú börn, komið sér upp heimili og hjálpað hvort öðru að láta drauma sína rætast.

Það hefur ekkert alltaf verið auðvelt. Það er basl að mennta sig, vinna, ala upp börn og sjá um heimilið. Ég hef líka glímt við langvarandi veikindi og það getur verið mikið álag á alla fjölskylduna,

segir Bjargey í einlægri færslu sinni á Bjargeyogco.

Bjargey hitti blaðamann Bleikt á kaffihúsi og ræddi um það hvernig þau hjónin hafa tekist á við lífið, erfiðleika, drauma og hvað hún telur að sé lykilinn að góðu sambandi.

„Tölfræðin segir okkur að helmingur para skilja“

Mestar líkur eru á skilnaði fyrsta árið eftir að parið eignast barn. Engan er að undra, það tekur á að hugsa um ósjálfbjarga einstakling allan sólarhringinn, svefnlausar nætur, grátur, veikindi og mikil vinna. Fjárhagsleg ábyrgð og hvernig á að skipta verkum? Álag leiðir til bresta í sambandinu og kannski er orkan einfaldlega af of skornum skammti til þess að leita leiða til þess að sambandið gangi upp.

Segir Bjargey og nefnir að eftir því sem hún hafi elst hafi hún tekið eftir fleiri skilnuðum í kringum sig.

Ég hef oft verið spurð að því hver sé lykilinn að góðu sambandi, hvort við rífumst aldrei og það séu alltaf bara rauðar rósir og rómantík,

segir Bjargey og hlær.

Jú vissulega erum við enn þá mjög ástfangin og viljum ekki án hvors annars vera og það er fullt af rósum og rómantík en það er líka margt annað og við höfum oft rætt það hvað gerir samband okkar svona sterkt.

Bjargey segir að mörg pör tali um að þau hafi þroskast í sitthvora áttina og skilji því jafnvel þegar börnin eru orðin eldri og að hún hafi einnig heyrt margar aðrar ástæður skilnaðar.

Mér finnst rosalega sorglegt þegar að fólk fylgir ekki sínum draumum, eltir ekki draumana sína. Til dæmis ef þeim langar í eitthvað nám eða langar að stunda einhver ákveðin áhugamál. Eins og til dæmis kona sem hefur brennandi áhuga á að vera í fjallgöngum en fer aldrei af því að hún á börn og mann. En síðan er eins og fólk vakni til lífsins eftir að það skilur. Manneskja sem var kannski aldrei búin að gera neitt sem hana langaði og svo skilur hún og þá allt í einu fer hún að ganga fjöll eða ganga í klúbba eða ferðast til landa sem hana langar til að ferðast til og það hefur svolítið svona stuðað mig. Að því leitinu til að, af hverju ekki bara að lifa lífinu í sambandinu og styðja hvort annað í að elta draumana sína. Af því að mér finnst það bara svo sjálfsagður hlutur. Við höfum verið í sambandi í tuttugu ár og ég hef farið erlendis í heilt ár að elta minn draum og ég skyldi hann bara eftir heima á meðan. Þetta var draumur sem að ég hafði og mig langaði bara að elta hann og við fengum miklar gagnrýnisraddir fyrir þetta á sínum tíma. Fólk var að segja við okkur að sambandið myndi aldrei ganga upp og sumar vinkonur mínar sögðu við mig ert þú tilbúin til þess að hætta með honum fyrir þetta af því að hann á eftir að finna sér nýja konu.  En ég sagði bara að við værum ekkert að fara að hætta saman, ég væri bara að fara aðeins út og hann ætlaði bara að vera í skóla hér á meðan.

Bjargey segir að lykilinn að þeirra sterka sambandi sé meðal annars að þau hafi aldrei látið sambandið þeirra stoppa þau í að upplifa sína drauma.

Við höfum alltaf haft þetta að leiðarljósi. Ég er bara ég og hann er bara hann en við samt elskum hvort annað og erum saman og við leyfum hvert öðru að vera við sjálf. Mér finnst bara að fólk eigi ekki að halda aftur að sér þótt það sé í sambandi.

„Þetta er samvinna, ekki vera að halda hvort öðru niðri eða draga úr hvort öðru“

Bjargey og maðurinn hennar hafa líkt og öll pör lent í þeim aðstæðum að draumar þeirra og markmið hafi skarast á. Þá hafi hún lært að mikilvægt sé að annar aðilinn geti stigið til hliðar og leyft maka sínum að vinna að sínum markmiðum. Það þurfi þó að vera skilningur og samkomulag um að þegar því markmiði hafi verið náð þá fái hinn aðilinn einnig tíma til þess að ganga á eftir sínum draumum.

Ég hef alveg stigið til hliðar á meðan hann er að vinna að einhverju markmiði og ég hef alltaf bara verið sátt við það. Ég veit alveg að minn tími kemur og síðan hefur hann líka alltaf verið skilningsríkur á það þegar mér býðst eitthvað sem ég vill gera að þá taki hann við keflinu á meðan.

Hvað er það sem þér finnst einkenna gott samband?

Það sem mér finnst vera einn af lykilþáttunum að því að vera í heilbrigðu og góðu sambandi það er samvinnan. Af því að ef maður vinnur ekkert saman með makanum þá er þetta ekkert að fara að ganga upp. Þetta eru svo ótrúlega margir þættir sem þurfa að ganga upp til þess að samband gangi upp. Sérstaklega þegar maður er með fjölskyldu, allur reksturinn í kringum það. Hvernig ætlar maður að skipta fjárhagslegri ábyrgð, hver ætlar að vera hvað mikið með börnunum, hver ætlar að fórna vinnunni og allt þetta. Maður þarf að ræða þetta og komast að samkomulagi.

 Mér finnst skipta ótrúlega miklu máli að gefa sambandinu líka tíma. Að finna tíma fyrir sambandið, af því að það er svo ótrúlega auðvelt að tína bara sambandinu í allri hringiðunni. Það eru allir að vinna rosalega mikið og svo kemur barnauppeldið og allt í einu geta verið búnar að líða nokkrar vikur eða mánuðir þar sem maður er ekki búinn að eiga neina svona gæðastund með makanum þínum. Þá er ég að tala um bara að eiga rólega stund þar sem þið getið talað saman og svoleiðis. Við höfum lagt mikla áherslu á það að eiga gæðastundir saman, sérstaklega eftir að börnin komu. Þegar börnin voru lítil til dæmis þá vorum við oft með late night dinner eftir að þau sofnuðu og spjölluðum kannski fram á nótt, þrátt fyrir að það bitnaði þá á svefninum. Við þurftum bara stundum að vera par og bara eiga stund saman. Við höfum líka lagt áherslu á það að fara einu sinni á ári saman í ferð saman, hvort sem það er bara í bústað eða til útlanda bara til þess að eyða tíma saman tvö og kúpla okkur frá öllu öðru. Það lætur okkur muna af hverju við erum par og af hverju við erum ástfangin. Maður þarf að viðhalda og rækta sambandið og til þess að geta gert það þá verður maður að rækta sjálfan sig, fylgja sínum draumum og þrám.

„Sjáðu til, þú þarft að vökva blóm til að þau blómstri“

Einnig myndi ég telja mjög mikilvægt atriði í góðu sambandi að gleyma ekki sjálfum sér. Við höfum aldrei gleymt því að vera við sjálf og við reynum ekki að breyta hvort öðru. Þetta á bæði við um stór atriði og smá. Hann vill horfa á Top Gear á meðan ég vill horfa á Fixer Upper, hann vill pizzu með pepperoni og lauk á meðan ég vill skinku og ananas. Stærri atriðin geta verið að við höfum ólíkar skoðanir á lífinu, hann vill hafa mikið að gera og fara hratt á meðan ég vil reyna að einfalda lífið og slaka á. Við náum að gera þetta af því að ég má vera ég og hann má vera hann.

Stundum þarf maður að minna sig á að hugsa um sjálfan sig því þó maður sé í sambandi með börn og heimili þá má maður ekki gleyma að sinna sjálfum sér, hlaða batteríin og næra sjálfan sig. Hver eru þín áhugamál? Hvað langar þig að gera í lífinu? Ef þig langar á dansnámskeið en ekki makanum þínum farðu þá. Njóttu þess að gera hluti sjálf og gera það sem þig langar til. Þið þurfið ekki að skilja til þess að njóta lífsins.

Hlustaðu á hjarta þitt, hverjir eru þínir draumar?

Hægt er að fylgjast með Bjargey á Snapchat: bjargeyogco

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Verið er að yfirheyra mennina sem ruddust inn í íbúð í Vesturbænum

Verið er að yfirheyra mennina sem ruddust inn í íbúð í Vesturbænum
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Magnaðar vörslur De Gea um helgina – Sjáðu hvað gerðist

Magnaðar vörslur De Gea um helgina – Sjáðu hvað gerðist
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Sakar Joe Rogan um að dreifa Rússaáróðri – Birtir grjóthart myndband og vill mæta í þáttinn hans

Sakar Joe Rogan um að dreifa Rússaáróðri – Birtir grjóthart myndband og vill mæta í þáttinn hans
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Sat fyrir aftan Amorim í gær – Uppljóstrar því hvaða tveir leikmenn fóru í taugarnar á honum

Sat fyrir aftan Amorim í gær – Uppljóstrar því hvaða tveir leikmenn fóru í taugarnar á honum
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Skelltu sér á fyllerí um helgina á meðan yfirmaður þeirra var rekinn – Það sem stóð á skiltinu vekur athygli

Skelltu sér á fyllerí um helgina á meðan yfirmaður þeirra var rekinn – Það sem stóð á skiltinu vekur athygli
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Rann á grjóti og við tóku skelfilegar 20 klukkustundir

Rann á grjóti og við tóku skelfilegar 20 klukkustundir
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Gagnrýnir Flokk fólksins harðlega – „Vond skilaboð“

Gagnrýnir Flokk fólksins harðlega – „Vond skilaboð“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ný ummæli Salah um framtíð sína hjá Liverpool vekja mikla athygli

Ný ummæli Salah um framtíð sína hjá Liverpool vekja mikla athygli