fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Lof og last vikunnar: Þingforsetarnir og hótelstjórinn

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 26. maí 2019 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lof: Þingforsetar

Lof vikunnar fá þingforsetar Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, Brynjar Níelsson og Guðjón S. Brjánsson, sem setið hafa fram á rauðanætur yfir málþófi Miðflokksmanna varðandi þriðja orkupakkann. Þjáningar þeirra eru áþreifanlegar og þrautseigjan aðdáunarverð. Þeir eru líkt og vitaverðir áður fyrr, á afskekktum skerjum, sem afsöluðu sér öllum lífsgæðum og skemmtunum til þess að sinna almannaheill. Leiðindin voru þó sennilega minni í einverunni.

Last: Árni Valur Sólonsson

Ekki eru nema tveir mánuðir síðan kjarasamningar aðila vinnumarkaðarins voru undirritaðir. Engu að síður hafa sumir mundað skóflurnar til að grafa undan þeim. Verðhækkanir Íslensk ameríska eru vel þekktar og ósvífnar. Þá hefur Árni Valur Sólonsson, hótelstjóri hjá CityPark, CityCenter og CapitalInn, strax tekið ákvörðun um að lækka launakostnað hjá sér. Setur þetta kjarasamningana og stöðugleikann í bráða hættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming
Fréttir
Fyrir 4 dögum

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför