fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Blaðamaður Jerusalem Post gerir stólpagrín að Hatara: „Ísland hefði átt að vinna Eurovision [Háðsádeila]“

Fókus
Miðvikudaginn 22. maí 2019 10:00

Hatari á stóra sviðinu í Tel Aviv. Mynd: Eurovision.tv

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á vefsíðu ísraelska fjölmiðilsins Jerusalem Post gerir blaðamaðurinn Uri Bollag stólpagrín að þátttöku Hatara í Eurovision í pistli sem ber heitið: Ísland hefði átt að vinna Eurovision [Háðsádeila]. Í pistlinum skrifar hann að margir hefðu efasemdir um sigur Hollendingsins Duncan Laurence og telur að Hatari hefði frekar átt að bera sigur úr býtum.

„Duncan Laurence frá Hollandi var verðugur sigurvegari í verðugri Eurovision-keppni. Einhverjir höfðu efasemdir hins vegar um að frammistaða hans, sem einblíndi á tónlist, myndi tryggja honum sigur í söngkeppni. Sérstaklega þar sem ein hljómsveit, Hatari frá Íslandi, lagði sitt af mörkum og tókst að gera það sem Eurovision snýst um: Að færa fólk saman.“

Létu til skara skríða þegar allt var búið

Uri gerir grín að lagi Hatara, Hatrið mun sigra, og segir það hafa snúist um ást og sameiningu og birtir textabrot úr laginu. „Virkilega ljóðræn orð,“ skrifar Uri og kaldhæðnin lekur af hverju orði. Þá segir hann að heildaratriði Hatara hafi náð að græta alla áhorfendur með opið hjarta.

„Fallegasta hliðin á frammistöðu Hatara var hins vegar það siðferðislega hugrekki sem þeir sýndu í öllu Eurovision-ferlinum. Alveg frá því að þeir voru valdir til að vera framlag Íslands lofuðu þeir að gera allt vitlaust vegna aðskilnaðarstefnunnar í Ísrael. Og þeir létu svo sannarlega ekki sitt eftir liggja. Akkúrat þegar að allt var búið,“ skrifar Uri. Þá líkir hann þessari hetjudáð við merkar manneskjur mannkynssögunnar.

„Að sýna palenstínska borða á sama tíma og framkvæmdastjóri keppninnar, Zíonisti, tilkynnti að Hatari hefðu ekki unnið minnti á mestu hetjudáð goðsagna úr sögunni. Hugsið ykkur Jóhönnu af Örk eða Braveheart,“ skrifar Uri. „Þessi hetjuskapur varð skýr í aðdraganda keppninnar þegar þeir ferðuðust um Hebron og sögðu að „aðskilnaður væri svo sýnilegur“. Vá.“

Hatari færði fólk virkilega saman

Uri veltir fyrir sér hvot Hatari hafi ekki haft tíma til að heimsækja Gaza-svæðið líka.

„Hugsanlega höfðu þeir áhyggjur af því að snúa ekki aftur,“ skrifar Uri og fettir einnig fingur í að Hatari hafi birt palenstínska fánann á Instagram-síðu sinni á meðan að úrslit Eurovision fóru fram. Þá minnist Uri á að ísraelsk yfirvöld, Samband evrópskra sjónvarpsstöðva og BDS, palestínsku sniðgöngusamtökin, hafi fordæmt hegðun Hatara á úrslitakvöldinu. Minnist hann sérstaklega á BDS.

„Hreyfingin sem bað Hatara um að sniðganga Eurovision því þeir myndu frekar vilja sjá viðburðinn verða tískupall fyrir búrkur í Ramallah kann ekki að meta hræsni,“ skrifar hann og heldur áfram. „Þannig að sveitin Hatari setti sjálfa sig í eldlínuna í nafni ástarinnar. Hún fórnaði sér sjálfri bara til að sýna Ísrael og BDS að þau gætu verið sammála um eitthvað. Hatari færði fólk virkilega saman. Og þeir hefðu átt skilið að vinna verðlaun fyrir það. Þeir hefðu auðvitað aldrei sýnt þessa borða ef þeir hefðu unnið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“