fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024

5 sem gætu tekið við sem þjóðleikhússtjóri

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 26. maí 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ari Matthíasson, þjóðleikhússtjóri

Staða þjóðleikhússtjóra var nýlega auglýst til umsóknar en skipunartíminn er fimm ár. Mikill styr hefur staðið um núverandi stjóra, Ara Matthíasson, en leikarar hafa kvartað sáran undan samskiptum sínum við hann. Formaður Félags íslenskra leikara, Birna Hafstein, sagði að þeir kæmu grátandi til sín. Hins vegar hafa deildarstjórar leikhússins lýst yfir stuðningi við Ara. Þessi ófriður og flokkadrættir benda til þess að liggja þarf vel yfir ákvörðuninni um skipun þjóðleikhússtjóra, jafnvel þó að Ari sækist aftur eftir djobbinu. Hér eru 5 sem gætu tekið við starfinu.

Magnús Geir Þórðarson

Laust eftir áramót var tilkynnt að Magnús Geir myndi halda starfi sínu sem útvarpsstjóri í fimm ár í viðbót, en hann hefur sinnt því síðan 2014. Engu að síður hefur sá orðrómur gengið fjöllunum hærra að hann sækist eftir stöðu þjóðleikhússtjóra. RÚV er stærra djobb en Þjóðleikhúsið en því fylgir einnig umtalsvert meiri pressa og stöðug gagnrýni. Kannski er þetta snobb í Magnúsi.

Kristín Eysteinsdóttir

Kristín hefur starfað sem leikhússtjóri Borgarleikhússins síðan 2014, jafn lengi og Ari hefur verið þjóðleikhússtjóri. Á þessum tíma hefur litli bróðir skyggt á þann stóra, líkt og Manchester City á nágranna sína í United. Mama Mia!, Blái hnötturinn, Billy Elliot og Elly eru meðal verka sem hafa algerlega slegið í gegn. Kristín er vel til þess fallin að dusta rykið af fjölum Þjóðleikhússins.

Jón Gnarr

Jón skortir ekki stjórnunarreynsluna enda stýrði hann 120 þúsund manna borg í fjögur ár við góðan orðstír. Jón starfar nú þegar hjá Þjóðleikhúsinu og setti nýlega á svið gamanleikinn Súper sem vakti töluverða athygli. Jón hefur reikað úr einu í annað allan starfsferilinn og staða þjóðleikhússtjóra er ekki verri en hver önnur.

Halldóra Geirharðsdóttir

Halldóra er margverðlaunuð leikkona og vakti töluverða athygli erlendis eftir að kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, varð framlag Íslands til Óskarsverðlauna. Fyrir rúmu ári var hún ráðin prófessor á sviðslistadeild Listaháskólans og auk þess situr hún í stjórn Félags íslenskra leikara. Halldóra er heiðarleg, fyndin og skelegg kona.

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

Steinunn þekkir leikhúsið út og inn, enda hóf hún feril sinn sextán ára gömul. Hún hefur einnig töluverða reynslu af bæði kvikmyndum og sjónvarpi og er margverðlaunuð. Undanfarin ár hefur Steinunn aðallega verið þekkt fyrir að ritstýra Kvennablaðinu en það hætti nýlega að koma út. Steinunn yrði tilvalin sem þjóðleikhússtjóri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Gunnar og Gylfi í áhugaverðum störfum í Evrópu í vikunni – Gylfi verður í London í kvöld

Gunnar og Gylfi í áhugaverðum störfum í Evrópu í vikunni – Gylfi verður í London í kvöld
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Óhugnanleg aðkoma lögreglumanna á Akureyri – „Hún er bara dáin“

Óhugnanleg aðkoma lögreglumanna á Akureyri – „Hún er bara dáin“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Telur að Trent verði áfram hjá Liverpool ef þetta gerist

Telur að Trent verði áfram hjá Liverpool ef þetta gerist
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“