fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Guðlaugur Þór um EES-samninginn: „Hættir okkur til að líta á hann sem sjálfsagðan hlut“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 21. maí 2019 10:07

Frá vinstri: Christan Leffler, starfandi frkvstj. utanríkisþjónustu ESB, Ine Marie Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, Aurelia Frick, utanríkisráðherra Liechtenstein, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Stefan-Radu Oprea, viðskipta- og nýsköpunarráðherra Rúmeníu (sem fer með formennsku í ráðherraráði ESB um þessar mundir) Mynd utanríkisráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra undirstrikaði sameiginlegan skilning á upptöku þriðja orkupakkans á fundi EES-ráðsins í Brussel í gær og skoraði á ESB að fella niður tolla á íslenskar sjávarafurðir. Utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Liechtenstein og fulltrúar ESB fögnuðu 25 ára afmæli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið á fundinum.

Fundur EES-ráðsins í Brussel í dag var fyrri fundur ráðsins af tveimur á þessu ári en ráðið er skipað utanríkisráðherrum EES EFTA-ríkjanna og fulltrúum framkvæmdastjórnar og ráðherraráðs ESB. Á fundinum lýsti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hve mikilvægt EES-samstarfið hefði reynst EES EFTA-ríkjunum á þeim aldarfjórðungi sem liðinn væri frá gildistöku samningsins. Um leið lagði hann áherslu á að standa vörð um tveggja stoða kerfi EES-samningsins, grundvallarforsendu samstarfsins.

Á fundinum áréttaði jafnframt Guðlaugur Þór sameiginlegan skilning EES EFTA-ríkjanna og ESB um upptöku þriðja orkupakkans í EES-samninginn. Ráðherra rifjaði í því sambandi upp yfirlýsingu EES EFTA-ríkjanna í sameiginlegu EES-nefndinni þann 8. maí sl. og sameiginlega tilkynningu utanríkisráðherra og framkvæmdastjóra orkumála hjá ESB þann 22. mars sl. þar sem sérstaða Íslands hvað varðar innri raforkumarkað ESB var undirstrikuð.

Í sérstakri umræðu um loftslagsmál kom utanríkisráðherra meðal annars inn á þá langtímasýn Íslendinga að verða kolefnishlutlausir árið 2040. „Parísarsamkomulagið var á sínum tíma afar mikilvægur áfangi en það er svo undir okkur komið hver endanlegur árangur af því verður,“ sagði Guðlaugur Þór en Ísland stefnir að samvinnu við Noreg og Evrópusambandið um að ná markmiðum Parísarsamningsins.

Á fundinum ítrekaði Guðlaugur Þór einnig þá skoðun íslenskra stjórnvalda að fullt tilefni væri til að ESB bæti markaðsaðgang fyrir íslenskar sjávarafurðir með því að fella niður tolla. Hann benti á í því sambandi að á síðustu árum hafi orðið stefnubreyting í fríverslunarviðræðum ESB hvað varðar markaðsaðgang fyrir sjávarafurðir. Í ljósi stöðu sinnar sem eitt nánasta samstarfsríki ESB og aðili að EES – og þar með innri markaðinum – eigi Ísland ekki að þurfa að sæta hærri tollum en þriðju ríki sem eru utan innri markaðarins.

Eftir að formlegum fundi EES-ráðsins lauk tók utanríkisráðherra þátt í pallborðsumræðum á fjölsóttum fundi í tilefni af 25 ára gildistöku EES-samningsins. Mikill samhljómur var í umræðunum um mikilvægi samningsins. „Varla er hægt að hugsa sér meira viðeigandi tilefni til að ræða gildi EES-samnings en á þessum tímamótum. Ég lagði í máli mínu áherslu á hve miklu samningurinn hefði breytt fyrir Ísland enda fylgdu honum ómæld tækifæri, ekki síst fyrir ungu kynslóðina. Eftir að hafa notið ávaxta EES-samningsins í aldarfjórðung hættir okkur til að líta á hann sem sjálfsagðan hlut en það er þó alls ekki svo,“ sagði Guðlaugur Þór að umræðunum loknum.

Sýnt var frá fundinum í beinu vefstreymu á samfélagsmiðlum og er hægt að horfa á upptöku af umræðunum á YouTube-rás EFTA.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?