Þeir sem elska pítsu ættu að dýrka þessa ídýfu sem er nánast ekki af þessum heimi, svo góð er hún. Uppskriftin kemur upprunalega af vefsíðunni Delish og við bara urðum að deila henni áfram.
Hráefni:
340 g beikon, skorið í litla bita
450 g ítölsk pylsa (eða önnur pylsa), skorin í sneiðar
225 g rjómaostur, mjúkur
2 bollar rifinn ostur
1 bolli kotasæla
1 tsk. ítalskt krydd
1/2 tsk. hvítlaukskrydd
1/2 tsk. chili flögur
1 1/2 bolli pítsusósa
1/2 bolli pepperoni sneiðar
1/4 bolli rifinn parmesan ostur
baguette brauð til að bera fram með
Aðferð:
Hitið ofninn í 190°C og takið til eldfast mót. Steikið beikonið í stórri pönnu þar til það er stökkt. Þerrið olíuna með pappírsþurrku. Eldið pylsuna í sömu pönnu og hellið fitunni af. Blandið rjómaosti, 1 bolla af rifnum osti, kotasælu, ítölsku kryddi, hvítlaukskryddi og chili flögum vel saman í skál. Setjið beikon, pylsubita og rjómaostublönduna í pönnuna og hrærið vel. Hellið blöndunni síðan í eldfast mót. Dreifið pítsusósunni yfir og stráið restinni af ostinum yfir. Raðið pepperoni sneiðum yfir ostinn og stráið parmesan ostinum yfir það. Bakið í 20 til 25 mínútur og berið fram með baguette brauði.