Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn á Englandi er nú opinn en önnur félög þurfa að bíða þar til 1. júlí til að tryggja sér leikmenn.
Hér má sjá pakka dagsins.
Pep Guardiola er með þann möguleika að stýra Manchester City næstu fimm árin og munu árlegu laun hans hækka úr 15 milljónum punda í 20. (Sun)
Alexis Sanchez, leikmaður Manchester United, ætlar að snúa fyrr til baka úr sumarfríi en hann vill komast í form og yfirgefa félagið. (Sun)
Arsenal er að undirbúa tilboð í William Saliba sem er ungur hafsent Saint-Etienne í Frakklandi. (Goal)
Ilkay Gundogan, leikmaður Manchester City, vill fá að ræða við félagið og endurnýja samning sinn til ársins 2020. (Mail)
N’Golo Kante, leikmaður Chelsea, er að íhuga að ganga í raðir Paris Saint-Germain í sumar. (Talksport)
Manchester United mun aðeins íhuga að kaupa Ngoy Dembele frá Lyon er framtíð Paul Pogba skýrist. (MEN)
Arsenal og Juventus eru að horfa til Roma og vilja fá varnarmanninn Kostas Manolas. (Calciomercato)