fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Þór kjörinn formaður Landsbjargar – „Félagsskapur sem getur flutt fjöll“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 18. maí 2019 14:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar fer fram á Egilsstöðum núna um helgina og eru um 500 félagar staddir á þinginu.

Þór Þorsteinsson sem verið hefur varaformaður félagsins frá árinu 2017 var í dag kjörinn formaður Landsbjargar, en Smári Sigurðsson sem gegnt hefur starfinu frá árinu 2015 gaf ekki kost á sér til endurkjörs.

Þór er fyrrum formaður björgunarsveitarinnar Oks í Borgarfirði og var einn þriggja í framboði til formanns, en hinir voru Guðjón Guðmundsson og Þorsteinn Þorkelsson.

Þór hefur verið virkur félagi í björgunarsveit í um 20 ár og verið á útkallslista og aðgerðarstjórnandi til margra ára, auk þess sem hann hefur verið leiðbeinandi hjá Björgunarskóla SL.

„Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur á margan hátt gert mig að því sem ég er. Vináttan, samheldnin og þrautseigjan sem ég hef upplifað hefur mótað mig og sýn mína á sjálfan mig, félagið og í raun samfélagið okkar í heild sinni,“ skrifar Þór til félaga sinna í þinggögnum.

„Áskoranirnar framundan eru fjölmargar. Stjórn félagsins þarf ætíð að vera þjónandi afl með sterkar tengingar við grasrótina, tilbúin til að takast á við ný verkefni með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Slagkraftur félagsins er gríðarlega mikill og með samheldni að vopni eru okkur allar leiðir færar. Slysavarnafélagið Landsbjörg er félagsskapur sem getur flutt fjöll.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Facebook-síða Egils logar eftir skrif hans um sjálfsafgreiðslukassa

Facebook-síða Egils logar eftir skrif hans um sjálfsafgreiðslukassa
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Starfs­fólki sárnaði um­fjöllunin: „Ekki í höndum heil­brigðis­stofnana að út­vega ein­stak­lingum gistingu“

Starfs­fólki sárnaði um­fjöllunin: „Ekki í höndum heil­brigðis­stofnana að út­vega ein­stak­lingum gistingu“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Viðbúnaður í Vesturbæ – Leita að einstaklingi meðfram Ægissíðu

Viðbúnaður í Vesturbæ – Leita að einstaklingi meðfram Ægissíðu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sparnaðarráðum rignir inn til Reykjavíkurborgar – „Mjög illa farið með opinbert fé að hluti þess fari í að greiða fjármagnseigendum arð“

Sparnaðarráðum rignir inn til Reykjavíkurborgar – „Mjög illa farið með opinbert fé að hluti þess fari í að greiða fjármagnseigendum arð“
Fréttir
Í gær

„Auðveldara fyrir Trump að „vinna“ viðskiptadeilur við Laos eða Madagaskar en við Evrópusambandið eða Kína“

„Auðveldara fyrir Trump að „vinna“ viðskiptadeilur við Laos eða Madagaskar en við Evrópusambandið eða Kína“
Fréttir
Í gær

Vilja ekki sjá Konukot í sama húsi: Hóta því að fara fram á skaðabætur ef viðskiptavinir verða fyrir truflun

Vilja ekki sjá Konukot í sama húsi: Hóta því að fara fram á skaðabætur ef viðskiptavinir verða fyrir truflun
Fréttir
Í gær

Óvissa bíður íslenskrar fjölskyldu eftir 16 mánuði í Þýskalandi – „Algjörlega búið að snúa þessu á haus“

Óvissa bíður íslenskrar fjölskyldu eftir 16 mánuði í Þýskalandi – „Algjörlega búið að snúa þessu á haus“
Fréttir
Í gær

Þorvaldur: Gætum átt von á óvæntum atburðum – „Það kæmi mér ekki á óvart“

Þorvaldur: Gætum átt von á óvæntum atburðum – „Það kæmi mér ekki á óvart“