fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fókus

Aðdáendur skilja hvorki upp né niður í nýjasta útspili Hatara

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 17. maí 2019 19:40

Hatarar og Kate. Mynd: Skjáskot @RUVGRAM

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hataraliðar brugðu á leik fyrir dómararennsli nú rétt í þessu og gáfu ástralska keppandanum Kate Miller-Heidke, sem spáð er öðru sæti í keppninni, sleggjuna sem Einar trommugimpi er búinn að nota í atriði Hatara í Tel Aviv

Eins og sýnt er frá í Instagram-sögu RÚV ákváðu Hataraliðar að afhenda Kate sleggjuna sem þakklætisvott og til að tjá henni lotningu sína. Hafi þeir fylgst með hugrekki hennar og þori og séu fullir virðingar í hennar garð.

Hátíðleg athöfn.

Þá sögðu þeir að um væri að ræða fyrstu heiðurssleggju Hatara og ætti Kate að nýta sér hana til að rústa andstæðingnum á friðsælan máta.

Kate var augljóslega mjög upp með sér yfir gjöfinni og tók auðmjúk á móti henni. Hvaða grip Einar notar þá í úrslitum annað kvöld eða hvort þetta sé sama sleggja og fleytti Hatara áfram í undanúrslit er óljóst og aðdáendur skiljanlega ringlaðir yfir þessu útspili sveitarinnar.

Fjögur fjörug.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir frá risafjárhæð sem Elon Musk bauð henni fyrir að þegja um fæðingu barns þeirra

Segir frá risafjárhæð sem Elon Musk bauð henni fyrir að þegja um fæðingu barns þeirra
Fókus
Fyrir 5 dögum

Benóný eða Benjamín, hvor er það?

Benóný eða Benjamín, hvor er það?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vara við fölsuðum útgáfum af Ozempic

Vara við fölsuðum útgáfum af Ozempic
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sótti innblástur í berrassaða fyrrverandi eiginkonu fyrrverandi kærastans

Sótti innblástur í berrassaða fyrrverandi eiginkonu fyrrverandi kærastans