fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fókus

Lagið sem hreyfði við heiminum en á engan möguleika á að vinna Eurovision

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 17. maí 2019 15:02

Shalva-sveitin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það lag sem naut hvað mestrar hylli í seinni undankeppni Eurovision í gærkvöldi var flutt af sönghópnum Shalva, en sveitin flutti sína útgáfu af laginu A Million Dreams. Það er svo sem alþekkt að áhorfendur Eurovision telji skásta lagið í keppninni vera hluta af skemmtiatriðum en ekki keppninni sjálfri, en í gærkvöldi var mikil sorg meðal aðdáenda keppninnar að Shalva tæki ekki þátt fyrir hönd Ísrael.

Allir meðlimir Shalva eru með þroskahömlun og hreyfði flutningur þeirra virkilega við fólki. Uppskar sveitin standandi lófaklapp í höllinni í Tel Aviv og ofurfyrirsætan og Eurovision-kynnirinn Bar Refaeli, þurfti að hafa sig alla við við að halda aftur tárunum.

Shalva bar sigur úr býtum í ísraelska raunveruleikaþættinum Rising Star, sem átti að ákvarða hvaða atriði færi fyrir hönd landsins í Eurovision. Hins vegar þurfti sveitin að draga sig úr Eurovision-keppninni því með þátttöku sinni í keppninni hefði hljómsveitin þurft að brjóta hina heilögu reglu um hvíldardag Gyðinga, Shabbat. Á hvíldardegi má ekki vinna en hann hefst nokkrum mínútum fyrir sólarlag á föstudagskvöldi og þar til stjörnur birtast á himni á laugardagskvöld.

Ef Shalva hefði tekið þátt í Eurovision hefði sveitin þurft að vera á dómararennsli í kvöld, á fjölskyldurennsli á morgun og síðan keppa í úrslitakeppninni annað kvöld. Ísraelsmenn reyndu að sannfæra Samband evrópskra sjónvarpsstöða um að beygja reglurnar fyrir sveitina, án árangurs.

Hér fyrir neðan má sjá atriðið sem hreyfði við heiminum:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir frá risafjárhæð sem Elon Musk bauð henni fyrir að þegja um fæðingu barns þeirra

Segir frá risafjárhæð sem Elon Musk bauð henni fyrir að þegja um fæðingu barns þeirra
Fókus
Fyrir 5 dögum

Benóný eða Benjamín, hvor er það?

Benóný eða Benjamín, hvor er það?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vara við fölsuðum útgáfum af Ozempic

Vara við fölsuðum útgáfum af Ozempic
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sótti innblástur í berrassaða fyrrverandi eiginkonu fyrrverandi kærastans

Sótti innblástur í berrassaða fyrrverandi eiginkonu fyrrverandi kærastans