fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fókus

Hollenski Eurovision-keppandinn kom öllum á óvart á blaðamannafundinum: „Ég er tvíkynhneigður“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 17. maí 2019 08:20

Duncan á sviðinu í gærkvöldi. Mynd: Eurovision.tv

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hollenski keppandinn Duncan Laurence, sem margir tippa á að vinni Eurovision með laginu Arcade, kom öllum í opna skjöldu á blaðamannafundi eftir seinni undankeppnina í gærkvöldi. Duncan kom út úr skápnum sem tvíkynhneigður á fundinum.

Þessi opinberun kom í kjölfar þess að Duncan var spurður hvaða þýðingu það hefði að komast áfram í úrslit.

„Áður en þetta byrjaði allt saman var ég lagahöfundur og samdi lög í svefnherberginu mínu og þetta tækifæri þýðir að ég get sýnt mig sem listamann, en einnig sem manneskju,“ sagði Duncan. „Ég er meira en bara listamaður. Ég er manneskja, ég er lifandi, ég er tvíkynhneigður, ég er tónlistarmaður, ég stend fyrir hluti. Og ég er stoltur af því að fá tækifæri til að sýna hvað og hver ég er.“

Margir aðdáendur Eurovision hafa fagnað þessari opinberun Duncans og eru stoltir af honum að segja frá þessu á þennan hátt.

Duncan hefur trónað á toppi veðbanka yfir líklega sigurvegara í Eurovision og varð engin breyting þar á eftir gærkvöldið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir frá risafjárhæð sem Elon Musk bauð henni fyrir að þegja um fæðingu barns þeirra

Segir frá risafjárhæð sem Elon Musk bauð henni fyrir að þegja um fæðingu barns þeirra
Fókus
Fyrir 5 dögum

Benóný eða Benjamín, hvor er það?

Benóný eða Benjamín, hvor er það?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vara við fölsuðum útgáfum af Ozempic

Vara við fölsuðum útgáfum af Ozempic
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sótti innblástur í berrassaða fyrrverandi eiginkonu fyrrverandi kærastans

Sótti innblástur í berrassaða fyrrverandi eiginkonu fyrrverandi kærastans