Gísli Marteinn Baldursson kynnir Eurovision að venju, en nú fer seinni undanriðillinn fram í Tel Aviv. Áður en söngkonan Anna Odobescu frá Moldóvu steig á svið til að syngja ballöðuna Stay, sem fjallar um heimilisofbeldi, hlóð Gísli í ansi beittan brandara.
Hin moldóvíska Anna mætti nefnilega í brúðarkjól á sviðið, en þegar að Gísli lét áhorfendur heima í stofu vita af því sagði hann:
„Virðist hafa vera mjög stutt hjónaband. Blakkát Gunnars Braga entist lengur en þetta.”
Er þetta bein vísan í þau orð sem Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður, lét falla eftir ölstundina á Klausturbar. Sagðist hann hafa verið í blakkáti og ekki munað neitt eftir því sem fram fór það örlagaríka kvöld.
„Það sem situr einna verst í mér eftir þetta kvöld er í fyrsta lagi það að muna ekki neitt frá þeim tíma þegar ég kem inn á barinn og þar til einum og hálfum sólarhring síðar,“ sagði Gunnar Bragi í viðtali á Hringbraut í janúar. „Ég ekki veit hvað ég gerði, ég þurfti að hlusta á upptökurnar. Ég týndi fötunum mínum þessa nótt. Það er algjört „blakkát,“ algjört minnisleysi.“
“Blackout Gunnars Braga….” @gislimarteinn toppar sig með hverjum deginu!!! #gislirokkar #12stig
— Jón Axel Ólafsson (@jonaxel) May 16, 2019
Blackout Gunnars Braga @gislimarteinn arg! #12stig
— thora gunnarsdottir (@skautastelpa2) May 16, 2019
@gislimarteinn um Moldóvu: „Virðist hafa vera mjög stutt hjónaband. Blakkát Gunnars Braga entist lengur en þetta“ Hugsa að hann toppi seint þennan #12stig
— Erla Dóra Magnúsdótt (@ErlaDora) May 16, 2019
Ok @gislimarteinn slay queen! ? „Blackout Gunnars Braga endist lengur“ ? #12stig
— Ásta Magg (@astamagg) May 16, 2019
međ því ómerkislegra sem ég heyrt frá Gísla og þađ segir eitthvađ. Ömurlegt … #12stig
— Sigga Magnusdottir (@siggamag) May 16, 2019