fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Eyjan

Áslaug Arna: „Ég vil verða forsætisráðherra“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 16. maí 2019 13:37

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir..

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vil verða forsætisráðherra“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og ritari, í hlaðvarpsþættinum Þegar ég verð stór, á útvarpi 101. Var hún spurð að því í lok þáttar hvað hún vildi verða þegar hún yrði stór:

„Ég vil verða forsætisráðherra. Að sama skapi veit maður líka að pólitík er óútreiknanleg og ég yrði því líka sátt á mörgum öðrum stöðum.“

Áslaug var kosin á þing árið 2016 og er yngsti starfandi þingmaðurinn, 28 ára gömul. Hvort túlka megi þetta sem gagnrýni á flokksforystu Sjálfstæðisflokksins skal ósagt látið, en Áslaug gæti þurft að bíða eitthvað enn eftir því að verða forsætisráðherraefni flokksins, því Bjarni Benediktsson sagði í október í fyrra við Þjóðmál að hann væri ekki á þeim buxunum að hætta í stjórnmálum strax og hafi fengið góða kosningu á síðasta landsfundi:

„Þú spyrð hversu lengi ég ætli að vera og við þeirri spurningu er svarið að meðan maður brennur fyrir verkefnum sínum og þeim breytingum sem maður vill sjá verða er engin ástæða til að hætta. Ég fékk góða kosningu á síðasta landsfundi og ég hef haft þá reglu að setja verkefni mín á hverjum tíma í forgang og hleypa ekki hugsunum um annað að. Ég held að um leið og ég færi að velta því fyrir mér hversu lengi ég ætlaði að vera eða hvort ég ætti að fara að hætta og fara að gera eitthvað annað, þá fjaraði krafturinn út í öllu því sem ég er að gera í dag. Það er enn margt sem mig langar til að koma í framkvæmd og ég ætla því að geyma mér allar vangaveltur um það hversu lengi ég held áfram.“

Sjá einnig: Bjarni Ben:Það er enn margt sem mig langar til að koma í framkvæmd“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg borgarstjóri: Sjálfstæðismenn seldu hlutinn í Landsvirkjun – borgarbúar njóta ekki arðgreiðsla þaðan

Heiða Björg borgarstjóri: Sjálfstæðismenn seldu hlutinn í Landsvirkjun – borgarbúar njóta ekki arðgreiðsla þaðan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda